Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 70
56
BÚN AÐARRIT
Meðalfita mjqjkur í 12 samlögum, þar sem 87% af inn-
lagðri mjólk á landinu öllu hafði verið lögð inn, var 3.95%.
Hæst var hún í Mjólkursamlaginu á Akureyri, 4.09%. I
Mjólkurbúi Flóamanna var hún 3,91%.
Af innveginni mjólk á öllu landinu seldust 38,6% sem
neyzlumjólk á móti 37,8% árið á undan.
Nautgripasœðingar. Árið 1978 voru sæddir 1. sæðingu á
landinu öllu 31 289 gripir, þ. e. 18 800 frá dreifingarstöðv-
um, sem skiptu við Nautastöð Búnaðarfélags íslands, og
12 489 frá Kynbótastöðinni í Laugardælum. Hafði sæddum
kúm fækkað um 615 frá árinu á undan á fyrrnefnda svæðinu,
en fjölgað um 153 á Suðurlandi, þannig að á landinu öllu var
fækkun, sem nam 462 sæddum kúm. Hlutfallstala sæddra
kúa og kvígna var 74,80% og er aðeins lægri en árið á undan.
Af kúnum héldu við 1. sæðingu 76,3% á viðskiptasvæði
Nautastöðvarinnar og 72,3% á starfssvæði Búnaðarsam-
bands Suðurlands. Svarar það til 74,7% fyrir allt landið, en
var 74,6% árið 1977.
Allt holdanautasæði, sem notað var á viðskiptasvæði
Nautastöðvar Búnaðarfélags íslands árið 1978, var úr 4
nautum þeirrar stöðvar, þeim Dramma, Viska, Tartani og
Fána, sjá bls. 71 í Búnaðarriti 1979, alls3 454skammtar. Úr
sömu nautum, öðrum en Viska, voru notaðir 305 skammtar
á Kynbótastöðinni í Laugardælum auk 1 465 skammta úr
Skota VI 64501. AIls voru því sendir til dreifingarstöðva á
árinu 5 224 skammtar af holdanautasæði, sem er 1 054
skömmtum fleira en árið á undan.
Á Kynbótastöðinni í Laugardælum voru frystir 27 010
skammtar af nautasæði árið 1978, en notaðir voru 20 620
skammtar á svæðinu, þar af 4 700 frá Nautastöð Búnaðar-
félags íslands. Birgðir af sæði í lok þess árs voru 121 290
skammtar. Greinargerð um sæðisbirgðir á Nautastöðinni á
sama tíma er að finna í Búnaðarriti 1979 í skýrslu um starf-
semi þeirrar stöðvar 1978. Þessi naut voru mest notuð á