Búnaðarrit - 01.01.1980, Side 72
58
BÚN AÐARRIT
hvors þeirra, Búra 73019 og Flóa 74002, og 5 dætur Rosta
73012, en þær luku 1. mjólkurskeiði á árinu. Eftirfarandi
umsögn er byggð á skýrslu Steinþórs Runólfssonar, ráðu-
nautar, um afkvæmarannsóknirnar 1979. Útlitsdómur er
með hliðsjón af skoðun fleiri dætra undan sömu nautum á
nautgripasýningum haustið 1979.
Dætur Rosta 73012 voru að meðaltali 29,3 mánaða
gamlar, er þær báru, og komust í 14,3 kg hæsta dagsnyt. Á
301 degi mjólkuðu þær að meðaltali 2526 kg með 4,10%
fitu, sem svarar til 104 kg mjólkurfitu. Reiknað í 4% mæli-
mjólk voru afurðirnar 2594 kg. Þessar systur, sem sumar eru
bandhuppóttar, eru meðalstórar, en virðast hafa grófari
afturbyggingu og vera heldur holdgrennri en samanburðar-
hóparnir. Júgur virðast vel upp borin, en mjólkin tæplega í
meðallagi.
Dætur Búra 73019 voru að meðaltali 30,6 mánaða
gamlar, er þær báru, og komust í 15,4 kg hæsta dagsnyt. Á
301 degi mjókuðu þær að meðaltali 2935 kg með 4,16%
fitu, en það er 122 kg mjólkurfita. Reiknað í 4% mælimjólk
voru afurðirnar 3054 kg. Ríkjandi litur þessa systrahóps er
rauður og bröndóttur, sumar kvígurnar síðóttar og yrjóttar,
nokkrar hyrndar. Þær eru vel meðalstórar og samsvara sér
vel, að ýmsu leyti taldar álitlegasti hópurinn.
DæturFlóa 74002 voru að meðaltali 28,4 mánaða gamlar,
er þær báru, og komust í 12,6 kg hæsta dagsnyt. Á 301 degi
mjólkuðu þær 2498 kg að meðaltali með 3,94% fitu, en það
er 98 kg mjólkurfita. Reiknað í 4% mælimjólk voru afurð-
irnar 2463 kg. Dökkkolótt og ljósbröndótt, sokkótt eða
huppótt eru algeng litareinkenni þessara systra. Þær eru
allgóðar í mjöltun, en sumar með of stóra og grófa spena.
Erlendur Jóhannsson skoðaði á nautgripasýningum á s. 1.
hausti frá 31—47 bornar kvígur undan hverju hinna 7 nauta,
sem voru feður þeirra kvígna, sem settar voru á í Laugardæl-
um árið 1976 og getið er hér að framan. Fæst því raunhæfur