Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 76
62
BÚNAÐARRIT
þeirra 287 dagar (283—294). Nautkálfarnir 6 vógu 36,3 kg
og kvígukálfamir 4 31,5 kg nýfæddir. Kálfarnir voru allir
undan Grange Covenanter, sem er svartur. Kálfarnir undan
kvígunum frá 1977 voru 2 kg léttari en kálfar eldri kúnna.
Allir kálfarnir undan eldri kúnum svo og undan dóttur
Burnside Remarkable vom svartir, en grá slikja, mismun-
andi dökk, á kálfunum undan dætrum Repute ofCastle Milk.
Grange Covenanter er áfram notaður á allar kýr í vetur.
Faðir hans var Grange Yardstick, en sonarsonur þess nauts
var gefinn kínversku þjóðinni í nóvember s. 1., er Hua Kuo-
Feng var í opinberri heimsókn í Bretlandi.
Sæðistaka hófst í Hríseyjarstöðinni á árinu til notkunar
hjá bændum, en haustið 1979 lauk lágmarkstíma þeim, 3
árum, sem líða varð frá því, að sæðingar hófust í eynni, unz
notkun sæðis yrði leyfð í landi. Hefur sæðið verið rannsakað
á Keldum, og var leyfi til flutnings á fyrstu sendingu á
Nautastöð Búnaðarfélags íslands til dreifingar veitt 14. nóv-
ember og flutt þangað frá Keldum daginn eftir. Hafa 3 naut,
fædd 1977, verið notuð enn sem komið er, en stefnt að því að
safna talsverðu magni úr tveimur þeirra svo og úr álitlegustu
nautunum, sem fæddust 1978, en ræktunarstig þeirra er hið
sama (Fi). Nautin, sem ráðgert er að nota úr þessum ár-
göngum, þegar nægjanlegu magni af sæði hefur verið safnað,
eru þau, sem eru undan blendingskúm, þar sem þau eru bæði
þyngri og betur gerð. Næsta haust ætti að fara að mega nota
naut af 2. ættlið (F2), sem þá verða orðin ársgömul. Verður
þá sæði úr þeim sett á markaðinn jafnóðum, en eldra sæði
geymt og aðeins notað, ef eitthvað kynni að koma upp á, sem
tefði fyrir leyfisveitingu fyrir flutningi á sæði úr eynni.
Hreinræktun gripa í landi er mál, sem tillögur hafa verið
gerðar um til stjórnar Búnaðarfélags íslands og landbúnað-
arráðuneytis eins og getið er í I. hluta starfsskýrslu þessarar.
Breyting á nautgriparæktarfélögum og ný búfjárrœktar-
samþykkt. Til viðbótar breytingum árið 1978, sem getið var í