Búnaðarrit - 01.01.1980, Qupperneq 85
SKÝRSLUR STARFSMANNA
71
77024 (7253, 15/5, 236), Gljái 77026 (7271, 5/6, 222),
Stelkur 77017 (7251, 12/6, 252), Gellir 77011 (7288,27/6,
228), Losti 77019 (7258, 27/6, 200), Drykkur 78002 (0,
27/6, 177), Birnir 77013 (6690, 24/7, 238), Frændi 77015
(7104, 24/7, 247), Ýlir 77022 (7597, 20/11, 252), Mjölnir
77028 (7494, 20/11, 286), Högni 77027 (7528, 27/11,
265). Voru þessi naut felld, eftir að því sæðismagni hafði
verið safnað úr hverju, sem kynbótanefndin ákvað að skyldi
fryst. Úr einu nauti fékkst ekki tilskilið magn og öðru ekkert
til frystingar.
Á skrifstofunni var starfið svipað og áður. Uppgjör á
sæðingarskýrslum og reikningshald voru aðalverkefnin. Á
árinu voru skýrslur um útsent sæði unnar í tölvu, og fæst þá
yfirlitsgóð útskrift yfir útsent magn sæðis úr hverju nauti í
hverjum mánuði hjá dreifingaraðilum. Er þetta forsenda
fyrir því, að hægt sé að senda sæðið úr hverju ungnauti sem
jafnast á 10 til 12 mánaða tímabili til allra búnaðarsam-
banda, eins og kynbótanefnd hefur lagt til að gera. Eins og
áður er getið, voru sæddar kýr á árinu 1979 18 148 hjá fyrri
viðskiptaaðilum Nautastöðvarinnar, en innheimt voru gjöld
af 22 530 kúm til að ná 85% þátttöku búnaðarsamband-
anna, þar sem hlutfallstala sæddra kúa var lægri. Hjá Bsb.
Suðurlands voru sæddar 12 542 kýr og innheimt gjald af
12 262 skömmtum til að ná 85% þátttöku.
Starfsmaður við Nautastöðina auk mín er Ingimar Ein-
arsson, og þakka ég honum vel unnin störf. Eins og undan-
farin ár hirti ég nautin þá daga, sem hann var að heiman, og
sunnudaga, alls 121 dag. Ég sat á árinu alla fundi kynbóta-
nefndar. Námskeið í frjótækni var ekki haldið, þar sem ekki
fékkst næg þátttaka. í sumarleyfi mínu heimsótti ég sæðing-
arstöð í Noröur-Þýskalandi. Var fróðlegt að kynnast, hve öll
vinna við sæði hefur verið einfölduð þar.
Ég þakka öllum ánægjuleg samskipti á árinu.
Ritað í janúar 1980.
Diðrik Jóhannsson.