Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 87
SKÝRSLUR STARFSM ANNA
73
Sauðfjársæðingar. Allar þrjár stöðvarnar voru starfræktar á
árinu. í Laugardælum voru notaðir 24 hrútar, í Borgarnesi
14 og á Akureyri 12. Nokkur hrútaskipti urðu á milli stöðva
og endurnýjun á stofni, auk þess sem Þistilfjarðarhrútunum
var nú skipt upp á milli stöðvanna. Umfangsmiklar athug-
anir og tilraunir voru gerðar með djúpfrystingu á hrútasæði
undir umsjón Þorsteins Ólafssonar. Frá sæðingarstöðvunum
voru að þessu sinni sæddar 18.356 ær.
Geitfjárrækt. Árið 1979 var ríkisframlag veitt á 200 geitur og
kið á vetrarfóðri hjá 43 geitfjáreigendum. Vitað er um
nokkra geitfjáreigendur, sem ekki sendu skýrslu, svo
heildarfjöldi geitfjár í landinu er nokkru meiri, líklega ná-
lægt 250. Geitfjárhald hefur breitt sig meira út um land hin
síðari ár.
Rúningsnámskeið. Á útmánuðum voru haldin á vegum bún-
aðarsambanda 16 vélrúningsnámskeið vítt um land. Búnað-
arfélag íslands var yfirleitt með í ráðum um skipulag nám-
skeiðanna og veitti allverulegan fjárhagsstuðning vegna
þeirra. Kennarar á námskeiðunum voru að þessu sinni, á
Suðurlandi, Ásmundur Þórhallsson, Vestfjörðum, Bergur
Torfason, Húnavatnssýslu, Jónas Hallgrímsson, Skagafirði,
Jón Garðarson, Eyjafirði, Árni Arnsteinsson og Sveinn Sig-
urbjörnsson og í Norður-Þingeyjarsýslu, Gylfi Björnsson.
Fundarhöld og fyrirlestrar. Ég sat að vanda vor- og
haustfundi Rannsóknarstofnunar landbúnarðarins, Ráðu-
nautafund, Búnaðarþing og aðalfund „Landverndar“. Á
sýningum gafst að jafnaði tími til að ræða fjármennsku,
fjárval og fóðrun, þó ýtarlegast á héraðssýningum. Ég flutti
erindi um sauðfjárrækt og hlunnindi við bændaskólann á
Hvanneyri, og leiðbeindi búvísindadeild í sauðfjárdómum
dagstund, sat aðalfund sauðfjársæðingarstöðvarinnar í
Laugardælum og flutti framsögu um forðagæzlumál á
bændafundi að Breiðabliki á Snæfellsnesi hinn 23. nóvem-
ber. Tvisvar á árinu hefi ég komið fram í útvarpi í þættinum
„Landbúnaðarmál“.