Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 94
80
BÚNAÐARRIT
Hrossarœktin.
Hrossarœktarsamböndin halda nokkuð í horfinu með stóð-
hestaeign sína, en heldur hefur hún þó dregizt saman. Að
venju kom ég á aðalfundi, þar sem svo stóð á spori vegna
vorferðalaga. Sat ég t. d. aðalfundi bæði sambandsins á
Vesturlandi og Hrossaræktarsambands íslands í Valfelli,
Mýrasýslu, sinn hvorn daginn og hélt fræðslufund með Þor-
valdi Árnasyni hjá hestamönnum í Borgarfirði, annað
kvöldið, með erindum og myndasýningum.
Hrossarœktarbú og stofnræktarfélög heimsótti ég öll, mældi
hross, sat fundi, sýndi myndir o. fl. Er þar allt með svipuðu
sniði og áður, heldur var þó fækkað hrossum, bæði á Hólum
og í Kirkjubæ.
Stóðhestastöðin. Fóðrun og hirðing hefur tekizt vel, tamn-
ingar einnig. Mikill áhugi virðist vera fyrir hestakostinum,
folarnir gengu allir út í leigu yfir sumarið, rúmir 30 hestar.
Mikil aðsókn var að sýningum, sem haldnar voru á staðnum,
dagana 19. apríl og 24. maí. Aðstaða er þó slæm og er ekki
bjóðandi aðkomugestum. Þá var uppboðið vel sótt, skipti
jafnvel hundruðum manna, sem komu 10. nóv. Þar seldust 7
folar, vanaðir, þar af 5 frá stöðinni, á heldur góðu verði. Sá
dýrasti fór á 700 þúsund kr. Kynbótanefnd stöðvarinnar
dæmdi alla tamda fola og ákvað um framtíð þeirra. Dæmdi
úr leik þessa 7, sem seldir voru. Tilraunir eru fábreyttar
ennþá, þó aðeins sé fengist við þær í fóðrun. Ég vísa nánar
um starfsemina til ársskýrslna, sem árlega birtast í Frey. (Sú
síðasta 15. tbl. ágúst 1979.)
Afkvœmarannsóknir voru gerðar á 5 stóðhestum og auka-
úttekt á 2 öðrum. Á Suðurlandi voru það Glaður 852 frá
Reykjum, Mosfellssveit, Draupnir 831 frá Bræðratungu,
Biskupstungum, Stígandi 728 frá Hesti og Fengur 855 frá
Laugarvatni. Á Norðurlandi Tvífari 819 frá Hesti. Aukalega