Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 97
SKÝRSLUR STARFSMANNA
83
Hestaverzlunin 1979
Hestaútflutningurinn gekk talsvert saman þetta ár og voru
alls flutt út aðeins um 330 hross. Orsakir þessa samdráttar
eru aðallega tvær, annars vegar viðskiptakreppan, sem nú
gengur yfir vestræn lönd og eitthvað minnkandi kaupgeta
fólks, en hins vegar er það sumarexemið, sem ekki hefur enn
tekizt að ráða við, sem vinnur kröftuglega gegn eftirspurn á
hrossum frá okkur. Þótt heimafædd hross fái síður exem en
innflutt, þá eru þau alls ekki laus við þennan kvilla, og raunar
líða öll hross, sem ganga úti á sumrin, af exemi á meginlandi
Evrópu. Það er sérstök stungufluga, skyld mývargi, sem
ræðst á hrossin á tímabili sumarsins, sem orsakar þennan
kláða með biti sínu. Undanfarin ár hafa verið hagstæð fyrir
þessa flugutegund, en mér er tjáð, að komi aftur harðari
frosthörkur á vetrum, eins og oft áður hefur tíðkazt, þá
klekist egg flugunnar miklu verr, og þá beri minna á þessum
kvilla. Landbúnaðarráðuneytið kallaði saman á s. 1. hausti
nefnd manna til að vinna að úrlausn í þessum málum, og eiga
í henni sæti með Sveinbirni Dagfinnssyni, ráðuneytisstjóra,
eftirtaldir menn: Agnar Tryggvason, framkvstj. búvöru-
deildar SÍS; Guðmundur Pétursson, forstjóri á Keldum;
Gunnar B jamason, Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir og Rúnar
Gíslason, dýralæknir. Nefndin ákvað að senda Rúnar
Gíslason í yfirlitsferð um nokkur lönd á meginlandinu og til
Noregs í desember s. 1. til að kanna, hvað verið er að gera í
þessum málum erlendis, og gaf hann okkur skýrslu um ferð
sína, þegar hann kom heim aftur. Það er verið að vinna að
úrlausn þessa máls á nokkrum vísindastofnunum, og ef til vill
em Norðmenn komnir einna lengst, en talið er þó, að það
taki ein 2—3 ár, unzþessar vísindalegu rannsóknir geti borið
árangur, annað hvort með einhvers konar ofnæmisaðgerð-
um eða lyfjanotkun til að hindra flugnabitið.