Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 98
84
BÚNAÐARRIT
Evrópumenn hafa mjög aukið kaup sín á heimafæddum
hestum vegna þessa kvilla, en það er ekki talið að eftirspurn
eftir hestunum fari minnkandi, frekar hið gagnstæða.
Það er að vakna áhugi í nokkrum nýjum löndum, sem
farin eru að kaupa héðan hesta. Fyrst og fremst vil ég nefna
Frakkland. Það er haldin ár hvert í desember aðal-
reiðhestasýning Frakka í París, sem er kölluð Le Salon de
Cheval, og var ég þar veturinn 1978 og gerði samstarfs- og
viðskiptasamning við ágætan iðjuhöld í París fyrir SÍS, Ro-
ger Bardot að nafni. Hann kom svo hingað og keypti 20
reiðhross í marz 1979, og í sumar sendi hann hingað þekktan
blaðamann frá París, sem aðallega skrifar í blöð og tímarit
um náttúru landanna og hesta þeirra, og er nafn hans Frangis
Arnod. Arnod dvaldi hér í 2—3 mánuði s. 1. sumar og hefur
ritað margar greinar um ísland og íslenzka hesta í frönsk
tímarit. Svo tók SÍS þátt í Le Salon de Cheval í desember s. 1.
ásamt Roger Bardot og hóp eigenda íslenzkra hesta frá
Elsass, svo að hesturinn var mjög vel kynntur í þetta skipti,
vakti óskipta athygli og mikið um hann fjallað í fjölmiðlum.
Pá var haldið 5. Evrópumeistaramót fyrir íslenzka hesta í
Apeldoorm í Hollandi í ágúst s. 1. Við urðum fyrir því
óhappi, að keppnishestar okkar veiktust af hesta-inflúensu
og gátu ekki keppt. Þjóðverjarnir sýndu þá þann drengskap
að sækja gæðinga heim til sín handa íslenzku sveitinni, svo að
hún gæti keppt, og tókst þetta betur en okkur hafði grunað,
og sýndi það hversu frábæra reiðmenn við eigum í okkar
hóp. Aðalfundur F.E.I.F., sem er Evrópusamband eigenda
íslenzkra hesta, var haldinn að móti loknu, og var þetta
afmælisfundur, því að sambandið átti 10 ára afmæli á þessu
ári, en ég stofnaði það f. h. Búnaðarfélags íslands í Aegidi-
enberg í Þýzkalandi vorið 1969. Á þessum fundi var ég
endurkjörinn varaformaður samtakanna, en það hef ég
verið frá upphafi. Talsverðar deilur urðu á þessum aðalfundi
um reglur, sem gerðar hafa verið um fótabúnað keppnis-