Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 100
86
BÚNAÐARRIT
Ef við íslendingar getum sannað, að þeir sjúkdómar, sem
þessari framleiðslu eru hættulegir, finnist ekki hér á landi, og
að við höfum virkar aðgerðir í gangi til að verjast þessum
sjúkdómum, þá væri möguleiki á að við gætum fengið inn-
flutningsleyfi til Ameríku, sem nú er talið vera mjög örðugt
og muni taka talsverðan tíma að fá.
Þetta er talin vera vandasöm framleiðsla, sem krefst
menntaðra sérfræðinga, en með því fengnu ætti framleiðslan
ekki að krefjast neitt sérstaklega mikils stofnkostnaðar eða
neins verksmiðjubákns.
Bæði er hægt að selja efnið í plasma-formi, í frostþurrk-
uðu formi eða full-hreinsað (purified).
1. Plasma-framleiðslan er einföld. Til að hindra hlaup fíbr-
ínsi er sett cítrat í brúsana við blóðtökuna og svo eru
blóðkomin samdægurs skilin frá og plasmað síðan fryst.
2. Til frostþurrkunarinnar þarf að útvega stóran „Freeze-
dryer“ og em það ekki sérlega dýr tæki. Rala á einn lítinn
frostþurrkara til að þurrka sýni.
3. „Purified hormon“ krefst talsverðrar tækni, enda er
mikill munur á verði því, sem fyrirtækið greiðir fyrir
frostþurrkað efni eða full-hreinsað.
Verðlaginu er þannig háttað, að fyrir frostþurrkað hráefni
greiðir fyrirtækið U.S. $ 370,- pr. Million I.U. p.m.-hormon
(ca. kr. 128 þús.), en fyrir „purified“ hormonefni greiðir það
U.S. $ 1000,- (ca. kr. 348 þús.).
Fyrirtækið fær blóðplasmað aðallega frá víms-hreinum
hémðum í Kanada, og þar er bændum greitt Can. $ 6,00 fyrir
hvern tekinn lítra blóðs úr nothæfri hryssu án frekari magns-
rannsóknar við hverja blóðtöku. Gefið er upp, að í hvert
skipti megi taka 10 lítra blóðs úr hryssum, sem vega 600 kg,
en um 6 lítra úr hryssum, sem vegi að meðaltali um 350 kg,
en okkar hryssur em á bilinu 350—400 kg. Blóð er tekið
vikulega á 7 vikna tímabili, eða alls um 42 lítrar. Reikna má
með, að í hverjum blóðlítra séu að meðaltali um 60 000 I.U.