Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 101
SKÝRSLUR STARFSMANNA
87
hormón, eða alls í 42 lítrum ca. 2,5 millj. I.U. Talið er að um
helmingur þessa magns glatist í vinnslunni, svo að um 1,25
millj. I.U. kæmi til sölu úr hverri hryssu af „purified
hormon". Það samsvarar því, að hver hryssa gæti aflað í
gjaldeyri ca. U.S. $ 1250,-, eða kr. 435 000,-
Til samanburðar við aðra landbúnaðarframleiðslu, vil ég
hér taka meðalkýrnyt til framleiðslu á „óðalsosti“ til út-
flutnings. Meðalkýrnyt, 3300 kg, gefur ca. 327 kg af óðals-
osti og auk þess ca. 40 kg af smjöri.
Þetta gerir í útflutningsverði:
327 kg óðalskostur á kr. 800,- ........... 261 600,-
40 kg smjör á kr. 350,- ................ 14 000,-
Samtals kr. 275 600,-
Þetta verð á „purified hormon“ miðast við standard-gæði,
sem eru miðuð við, að það séu 1800—2400 I.U. í mg af
vörunni.
Ayerst Laboratories greiðir kanadískum bændum Canada
$ 6,00 pr. lítra tekins blóðs úr hryssunum, eins og áður er
sagt. Ef teknir væru 6 lítrar í hvert skipti hér og greitt yrði
samaverð, eðakr. 1800,-álítra,þágerirþaðca. kr. 11 000,-
fyrir hverja blóðtöku, en fyrir 7 blóðtökur á 50 daga tímabili
gerir það ca. kr. 77 000,-. Auk þess gæfi hver hryssa af sér
folaldsverðið, sem mætti áætla með verði í dag ca. kr.
43 000,- og verður þá ársafurð slíkra hryssna ca. kr.
120 000,-. Stóðbóndi með slíka framleiðslu þyrfti þá um 80
fyljaðar hryssur til að hafa brúttó-framleiðslu upp á 10
milljónir. Kjamfóður- og áburðarkostnaður verður aðeins
hluti af því, sem nautgripaframleiðslan krefst. Sama gildir
um fjárfestingarkostnað allan.
II.
Þá er einnig mjög mikil verzlun í Ameríku með steroida,
sem framleiddir eru úr þvagi fylfullra hryssna, en þvaginu er
safnað á öðrum tímum en blóðinu. Þau þrjú fyrirtæki, sem