Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 102
88
BÚN AÐARRIT
við ræddum við, höfðu ekki eins mikinn áhuga á þvag-hor-
mónunum, þar sem söfnun þessara efna er auðveldari og
mun ekki eins háð vírus-sjúkdómunum, enda virtust þau
vera samningsbundin bændum, sem reka hrossabú fyrir þau í
þessu skyni.
Söfnun þvagsins er einnig mun kostnaðarmeiri og senni-
lega ekki hægt að komast hjá því að ala hryssurnar á húsi
meðan söfnun þvags á sér stað. Hins vegar mun þvagsöfn-
unin geta gefið álíka miklar tekjur og blóðið, og þegar þetta
allt kemur til greina, blóðsöfnun, þvagsöfnun og folalda-
slátrun eða uppeldi reiðhesta, þá er hrossaræktin orðin all-
margþætt framleiðslugrein, sem vert er að veita meiri at-
hygli, en gert er hér núna.
m.
ívar Guðmundsson ræddi ýtarlega í síma við firmað Syn-
tex Laboratories, inc. Palo Alto í Californíu, sem hefur
mikla sölu á p.m.-hormónum (pregnant mares hormons). í
bili höfðu þeir ekki áhuga á viðskiptum við okkur, en sögðu
það vera bráðabirgðaástand, og þeir ætla að halda við okkur
sambandi með bréfaskiptum.
Ennfremur ræddi ívar við firmað Biological Specialists í
Midton í Wisconsin. Þeir sögðust kaupa hryssur til afsláttar.
Þeir láta þær fyljast og slátra þeim 60—80 dögum eftir fyljun
og hirða blóðið, sem sagt er að sé 10% af lifandi þyngd.
Samkvæmt því ættu hryssur okkar að gefa um 35 lítra af
blóði, og sé þeim slátrað 80 dögum eftir fyljun, þegar hor-
mónamagnið er í hámarki, má gera ráð fyrir, að úr blóði
þeirra megi vinna um 1,2 millj. I.U. „purified hormon“, sem
gæfi í útflutningsverðmæti um kr. 417 000,-. Með blóðverði
til bænda (6 Can. $ pr. lítra) fengist til viðbótar afsláttarverði
um kr. 63 000,-.
IV.
Þegar við spurðum fulltrúa Ayerst Laboratories að því,
hvernig réttast væri að standa að þessu máli í byrjun, og