Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 104
90
BÚNAÐARRIT
staklinga og stofnanir. Sem dæmi mætti geta skýrslu til Stétt-
arsambands bænda um tengsl á milli fjölgunar sauðfjár í
landinu og fallþunga dilka undanfarin ár, með tilliti til
beitarþols heimalanda og afrétta. Mun hún birtast í Árbók
landbúnaðarins 1979. Ég skrifaði allmargar greinar, flestar
stuttar, einkum fyrir Frey; og undirbjó nokkur fjölrituð er-
indi fyrir ráðstefnur heima og erlendis, samtals tæplega 20
handrit. Starfaði í undirbúningsnefnd fyrir Ráðunautafund
Búnaðarfélags íslands og Rannsóknarstofnunar landbún-
aðarins eins og síðast Iiðin tvö ár. Síðla árs var óskað eftir
því, að ég aðstoðaði „Samstarfsnefnd um land-
græðsluáætlun" við gerð nýrrar landgræðsluáætlunar, og
hefi ég setið nokkra fundi nefndarinnar. Nokkrum sinnum á
árinu hefi ég aðstoðað við móttöku erlendra gesta.
Ferðalög. Sem fyrr fór ég nokkrar ferðir til að kynna mér og
aðstoða við beitartilraunir (Álftaver, Eyvindardalur,
Hestur, Heiðmörk, Hvanneyri). Nú þegar eru niðurstöður
úr þeim farnar að koma að gagni við leiðbeiningar. Farið var
í lengri eða skemmri ferðir um ýmsar sveitir á Austurlandi,
Suðurlandi, Suðvesturlandi, Vesturlandi og Norðvestur-
landi til að kanna ástand beitilanda, bæði heimahaga og
afrétta, samtals um 13 ferðadaga. Er ég þakklátur þeim
bændum, héraðsráðunautum og fjölmörgum öðrum aðilum,
sem greiddu götu mína á þessum ferðum. Hæst ber ferðalag
um Múlasýslur og Skaftafellssýslur í lok ágúst. Þá vakti
einkum athygli mína sá árangur, sem náðst hefur við ræktun
lerkis í Fljótsdal og umfangsmikil sandrækt á sam-
vinnugrundvelli í Austur-Skaftafellssýslu, en þar sá ég jafn-
vænstu dilkana í ferðinni. Af styttri ferðum mætti nefna
skoðun á hrossahögum á Suðvesturlandi og heimsóknir í
nokkrar réttir á Suðvesturlandi og Vesturlandi. Vegna
óvenjulegra vorharðinda og sumarkulda var spretta með
rýrasta móti. Versnaði ástandið eftir því sem norðar dró. Á
öllu hálendinu, og þar með í flestum afréttum, var gróður