Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 107
SKÝRSLUR STARFSMANNA
93
við svínaframleiðendur um að afkvæmaprófa gelti með
tilliti til kjötgæða og hagkvæms vaxtarauka grísanna.
c) Veita leiðbeiningar um vöruvöndun og heppilega með-
ferð svínaafurða fyrir markaðinn á hverjum tíma.
d) Leita eftir samstarfi við þau fyrirtæki, sem blanda og
selja fóðurvörur, að hafa ætíð á boðstólum fóðurfræði-
lega rétt samsettar fóðurblöndur fyrir svín, eftir því á
hvaða aldri og þroskastigi þau eru.
Um íslenzka svínarækt má segja, að hún sé á svipuðu stigi
og svínaræktin var hjá nágrannaþjóðum okkar fyrir 50—60
árum, að minnsta kosti hvað kynbætur varðar. Ekkert hefur
verið gert til að kynbæta stofninn og engar eða mjög litlar
upplýsingar eru til um t. d. frjósemi gyltna, vaxtarhraða
grísa, fóðurnýtingu, kjötgæði o. s. frv. Alger forsenda þess,
að hægt sé að ná árangri í kynbótum og að við getum notfært
okkur reynslu og þekkingu nágrannaþjóðanna í svínarækt
er, að komið sé á afurðaskýrslufærslu og ættbókafærslu.
Afurðaskýrslur og ættbækur verða einnig að vera fyrir
hendi, ef á komandi árum fæst leyfi til að flytja inn sæði eða
frjóvguð egg úr kynbættum úrvalsgripum.
Ættbókafærsla, afurðaskýrslur, bætt fóðrun, bættur að-
búnaður, ásamt nútímalegu kjötmati eru þau atriði, sem
leggja verður áherzlu á, ef ná á árangri í kynbótum á íslenzka
svínastofninum og framleiða á vöru, sem neytendur óska
eftir.
Mestur hluti af starfi mínu fram til þessa hefur farið í að
útbúa ættbóka- og afurðaskýrsluform, sem ætlunin er að
nota. Einnig hefur mikill tími farið í viðtöl, bréfaskriftir,
leiðbeiningar varðandi fóðrun og aðbúnað á svínabúum,
ásamt samstarfi við Fóðureftirlit ríkisins og fóðursölufyrir-
tæki.
Stjórn Búnaðarfélags íslands, búnaðarmálastjóra og öðru
starfsfólki félagsins þakka ég ágæta samvinnu á liðnu ári.
í janúar 1980,
Pétiir Sigtryggsson.