Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 130
116
BÚNAÐARRIT
Af nefndarstörfum, sem ég hef gegnt og tengd eru land-
búnaði, skal nefnt, að framleiðsluráðslaganefnd, sem getið
er um í síðustu starfsskýrslu, lauk störfum á árinu. Nefndin
klofnaði, að áliti meiri hlutans stóðu Gunnar Guðbjartsson,
Gísli Andrésson og undirritaður, en minni hlutans þeir Ás-
mundur Stefánsson og Brynjólfur Bjamason.
Samstarfsnefnd um landgræðsluáætlun, sem auk mín er
skipuð landgræðslustjóra, skógræktarstjóra, búnaðarmál-
astjóra og forstöðumanni RALA, var á árinu falið að gera
úttekt á því, hvað áunnizt hefur í landgræðslu- og gróður-
verndarmálum síðan 1974 að landgræðsluáætlun 1975—79
var gerð, og ennfremur „að gera tillögur um það, hvernig
bezt verði staðið að áframhaldi landgræðslu- og gróður-
verndarstarfa, þannig að afturkippur komi ekki í störfín
þegar áætlunartímabili landgræðsluáætlunar lýkur.“ En því
lauk með árinu 1979, að því undanskyldu að árið 1980 em til
ráðstöfunar verðbætur fyrir árið 1979. Nefndin skilaði
skýrslu um framkvæmd landgræðsluáætlunar árin
1975—1978 í maí og gerði þá fyrstu tillögur um framhaldið.
Síðari hluta ársins hefur hún unnið að undirbúningi áætlunar
fyrir árin 1981—1985.
Stjórn Búnaðarfélags íslands fól mér og Hirti E. Þórar-
inssyni að gera tillögur að reglugerð við lög um forfalla- og
afleysingaþjónustu í sveitum. Af hálfu Stéttarsambands
bænda unnu að þessu þeir Jón Magnússon, Melaleiti og
Böðvar Pálsson, Búrfelli. Reglugerð þessi hefur nú verið
gefin út af landbúnaðarráðuneytinu.
í apríl skipaði landbúnaðarráðherra mig formann
nefndar, sem falið var „að gera athugun á því, hvort unnt sé
að leggja niður rekstur Landnáms ríkisins í núverandi formi í
því skyni að lækka rekstrargjöld ríkissjóðs, en tryggja um
leið, að þeim verkefnum, sem Landnámið sinnir og þörf er á
að ynnt verði af hendi áfram, verði sinnt í landbúnaðar-
ráðuneytinu og öðrum stofnunum landbúnaðarins, eftir því
sem við á.“ Með mér í nefndina voru skipaðir: Árni Jónsson,