Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 142
128
BÚNAÐARRIT
Veiðihundabúið. Á búinu eru ca. 50 hundar að meðtöldum
hvolpum, en fjöldi hvolpa getur þó verið eitthvað mismun-
andi. Svavar Baldursson hefur séð um hirðingu og vörzlu
hundanna, en hætti í því starfi nú um áramótin.
Frá búinu hafa á árinu verið látnir hvolpar víða um land og
lánaðir þjálfaðir veiðihundar á marga staði.
Hundar búsins eru hraustir og vel útlítandi.
Loðdýrarœktin. Þar sem ég hef á hendi eftirlit með bygging-
um og umgengni á loðdýrabúum, kom ég í nokkur skipti á
árinu til þeirra allra. Einnig fylgdist ég með byggingum hinna
nýju refaskála, sem eru 5 talsins, reistir af 4 aðilum í Sval-
barðsstrandarhreppi. Skálarnir rúma alls um 250 læður
ásamt undaneldis refum og yrðlingum. Húsin eru vönduð og
vel frá þeim gengið eins og reglugerð segir til um.
Loðfeldurh. f., Sauðárkróki, kom sér upp nýrri fóðurstöð
með frysti í góðu húsnæði á minkabúinu ásamt annarri
vinnuaðstöðu, svo sem fyrir skinnaverkun o. fl. Er þetta
mikið til bóta fyrir búreksturinn.
Tilraunir með fækkun vargfugla. Haldið var áfram til-
raunum á fækkun vargfugla með aðstoð svefnlyfja. Fór ég
allmargar ferðir í þessu skyni, en á þeim stöðum, sem lagt var
út æti, voru alls unnir 1375 mávar og 270 hrafnar.
Trúnaðarmenn mínir unnu alls eftirtalinn fjölda fugla.
Páll Leifsson, Eskifirði, 191 svartbak og 113 hrafna, Vigfús
Guðbjörnsson, Syðra-Álandi, 21 svartbak og 52 hrafna,
Vilhjálmur Jónsson, Sílalæk, 108 svartbaka og 171 hrafn og
GunnarÞórðarson,Sauðárkróki, 112svartbakaog71 hrafn.
Samanlagt er þetta 1815 mávar og 677 hrafnar. í tölu yfir
máva eru 162 sílamávar og um 60 silfurmávar, annað er
svartbakur.
Veiðiskýrslur. Heimturáveiðiskýrslumvorumjögsvipaðar
ogundanfarinárnemaúrísafjarðar-ogBarðastrandarsýslum,
enmikiðvantará.aðskýrslurberistúrþessumsýslumeinsogtil
er ætlast.