Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 150
136
BÚNAÐARRIT
ullarklæðnaðar í verksmiðjunni Heklu á Akureyri, luku dvöl
sinni hér í árslok 1979. Hefir einnig verið í mínum verka-
hring að annast forsjá þeirra mála, sem á ýmsa vegu varðaði
vist þeirra hér, með tilheyrandi námskeiðum utan verk-
smiðjunnar. Fyrir tilmæli frá Agnethe Nielsen, bæjarstjóra í
Narssaq, og Káj Egede, ráðunautar í Upernaviarssuq, ann-
aðist ég aðalatriðin í vist þeirra hér með ágætri aðstoð Karls
Jörundssonar, fulltrúa á Akureyri, vegna staðbundinna skil-
yrða, húsvistar o. þ. h.
Tilgangurinn með verklegri menntun stúlknanna hér, er
að taka að sér fors já verkstæðis, er framleiða skal ullarfatnað
á Grænlandi.
í beinum tengslum við þetta svið hef ég aðstoðað við
útvegun manna til þess að kenna Grænlendingum ullarþvott
á nútímahátt, og ennfremur við val á vélakosti til sömu
verka.
4. önnur verkefni
a. Myndir og kvikmyndir. Þótt notkun mynda og kvikmynda
í þágu upplýsingaþjónustunnar hafi stórum minnkað á síðari
árum, hef ég haft forsjá þeirra mála í samskiptunum við
bræðraþjóðimar á Norðurlöndum eins og gerzt hefur um
síðasta aldarfjórðung. Verkefnin hafa þorrið að sama skapi
og notkunin hefur minnkað, en á árinu kom í okkar verka-
hring að annast aðalfund samtakanna, sem haldinn er annað
hvert ár, og flutti ég þar erindi. Hafði ég með höndum allan
undirbúning hans og stjómaði athöfnum. Fundurinn var
haldinn á Hvanneyri, en gisting var á Varmalandi. Hingað
komu 13 aðiljar frá Norðurlöndunum. Fundarhöldin fóru að
nokkm fram í sambandi við ársfund norrænna bændaskóla-
kennara, sem einnig var haldinn á Hvanneyri. Nánustu
tengslin vom við ferðalög um Borgarfjörð, Snæfellsnes, um
Uxahryggi til Laugarvatns, Gullfoss og Geysis, og um
Hveragerði til Reykjavíkur.
Þing þetta var haldið dagana 5.—11. ágúst. Að sjálfsögðu
þurfti allmikla vinnu við að skipuleggja þennan fund. Þótti