Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 164
Búnaðarþing 1980
Samkvæmt kvaðningu stjórnar Búnaðarfélags íslands, dags.
28. janúar 1980, kom Búnaðarþing saman til fundar í
Bændahöllinni í Reykjavík, fimmtudaginn 14. febrúar kl.
10.00, og var þing þetta hið 62. í röðinni.
Forseti þingsins, Ásgeir Bjarnason, formaður Búnaðar-
félags íslands, bauð þingfulltrúa velkomna til þings. Þá bauð
hann velkominn forseta íslands, Kristján Eldjárn, og þakk-
aði honum velvild í garð Búnaðarþings og bændastéttar alla
tíð og þann heiður, er hann sýndi Búnaðarþingi með því að
vera viðstaddur setningu þess. Þá bauð forseti velkominn
landbúnaðarráðherra, Pálma Jónsson, svo og hina f jölmörgu
gesti, er voru viðstaddir.
Síðan fjallaði forseti um málefni íslenzks landbúnaðar á
breiðum grundvelli, svo sem búnaðarfræðslu, sögu hennar,
þróun og framtíðarhorfur og gat þess m. a., að innan við
20% íslenzkra bænda hefðu hlotið búnaðarmenntun og væri
það vissulega íhugunarefni. Þá ræddi hann harðindi á liðnu
ári og þann vanda, er þau hafa skapað, og á hvern hátt yrði
við brugðið. Bjargráðasjóð kvað hann veita nokkra hjálp, en
mikið vantaði á, að hann gæti leyst vandann. Ræddi forseti
nýjar leiðir til að styrkja aðstöðu sjóðsins. Einnig fór hann
nokkrum orðum um Stofnlánadeild landbúnaðarins og kvað
stöðu hennar hafa batnað vegna breyttra reglna og aukinna
verðtryggingarlána. Þá ræddi forseti framleiðslu- og verð-
lagsmál, er legið höfðu fyrir Búnaðarþingi 1979, og afdrif
þeirra á Alþingi. Áréttaði hann þörf á skipulagningu fram-
leiðslu og uppbyggingu nýrra búgreina. Hann bauð Pálma
Jónsson, landbúnaðarráðherra, velkominn til starfa og
þakkaði jafnframt fyrrverandi landbúnaðarráðherrum,