Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 193
BÚNAÐARÞING
179
Greinargerð:
Tilefni þessarar ályktunar er erindi Búnaðarsambands
Norður-Þingeyinga á þskj. 3 um verzlun með ormalyf og
bóluefni, en auk þess má vísa til ályktunar Búnaðarþings
1979, ályktunar aðalfundar Stéttarsambands bænda 1979
og samþykkta frá fjölmörgum bændafundum um sama efni
frá síðustu missirum. Allar túlka ályktanir þessar megna
óánægju bænda yfir breyttum verzlunarháttum með þessi
lyf, sem þeir líta á sem rekstrarvörur til búa sinna, en hér eiga
sauðfjárbúin fyrst og fremst hlut að máli.
Aðdragandi málsins er sá, að um alllangt árabil fram til
ársins 1977 fór dreifing þessara lyfja til bænda annars vegar
fram í smásölu í almennum verzlunum auk lyfjabúða, en hins
vegar á heildsöluverði beint frá Keldum, sem margir not-
færðu sér. Sú breyting, sem gerð var á þessu 1977, fólst í því,
að með lögum var tekið fyrir heildsölu frá Keldum til ann-
arra en lyfjabúða og dýralækna, sem verzla með lyf. Fyrir þá
bændur, sem voru vanir að kaupa þessar vörur í almennum
verzlunum, en áttu langt í lyf jabúð, leiddi þetta til óhagræðis
og lakari þjónustu. En fyrir þá mörgu, sem keypt höfðu á
heildsöluverði beint frá Keldum, varð þetta mikill kostnað-
arauki.
Breytingin tryggði þannig, að smásöluálagning af allri sölu
þessara vara rynni til lyfjabúða og dýralækna. Skv. upplýs-
ingum um magn þeirra, afhent frá lyfjasölunni á Keldum,
mun þessi álagning á s. 1. ári hafa numið 60 — 70 milljónum
króna. Er þá gert ráð fyrir gildandi hámarksálagningu 45%.
(Óskað mun hafa verið eftir, að hún yrði hækkuð í 85% og
yrði þá tilsvarandi tala að óbreyttu verðlagi ca. 120 millj.
króna). Álagning þessi gengur beint inn í verð búvöru til
hækkunar, og má því skrifa tilsvarandi fjárhæð af útflutn-
ingsbótum á reikning lyfjasmásölu. Pegar verið er að leita
allra færra leiða til að lækka framleiðslukostnað búvöru, fer
ekki hjá því, að þessu máli sé gefinn gaumur.
Efni þau, sem hér um ræðir, eru ekki lyfseðilsskyld, og má