Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 201
BÚNAÐARÞING
187
miklir. Þekking og reynsla á þessu sviði er þegar fyrir hendi
hjá Veiðimálastofnun og Fiskeldisstöð ríkisins í Kollafirði.
Til þess að auðvelda nauðsynlegan vöxt og viðgang þessarar
búgreinar verður að gera Veiðimálastofnuninni kleift að
stofna útibú í hverjum landshluta, sem hafi í þjónustu sinni
fiskifræðing og aðstoðarfólk, svo sem verkefni krefja á við-
komandi starfssvæði.
Benda má á í þessu sambandi, að eðlilegra væri, að fjár-
munum þeim, sem nú er árlega veitt úr ríkissjóði til Fiskifé-
lags íslands til fiskræktar og eingöngu er varið til laxaeldis,
yrði varið til framangreindra verkefna. Margar veiðiár hér á
Iandi skila nú góðum arði og eru skynsamlega nýttar. Þrátt
fyrir það búa sumar þessar ár enn yfir ónýttum möguleikum
til fiskræktar og aukinnar veiði. Með tilraunum hefur verið
sýnt fram á, að víða er hægt að nýta með seiðasleppingum
langa kafla ánna ofan ófiskgengra fossa. Þar verða nýjar
uppeldisstöðvar, fiskgengd árinnar vex að sama skapi og þar
með veiðiþol og afrakstur.
Veiðifélög starfa yfirleitt ekki við þann hluta ánna, sem
ekki er fiskgengur. Brýnt er, að bændur Ieysi félagslega hlið
þessara mála með stækkun eða stofnun veiðifélaga eftir því,
sem við á, svo að sá þáttur tefji ekki hagnýtingu nýrra
möguleika.
Slepping laxaseiða í stöðuvötn, sem hafa fiskgengt af-
rennsli eða möguleika á tengingu við sjó, býður upp á stór-
aukinn laxabúskap og nýtingu hafbeitar.
Sú reynsla, sem þegar er fyrir hendi með sleppingu laxa-
seiða í stöðuvötn hér á landi, lofar góðu, hvað varðar endur-
heimtu og aukna fiskgengd.
Sem glöggt dæmi um, hvað hægt er að gera á þessu sviði,
má nefna áætlun, sem Þingeyingar vinna nú að, um að sleppa
miklu magni laxaseiða í 18 stöðuvötn á vatnasvæði Laxár og
Skjálfandafljóts. Þar er um mjög athyglisverða hugmynd að
ræða, sem styðja þarf til framkvæmda. Svipaðar aðstæður
eru víða til staðar hvarvetna um landið.