Búnaðarrit - 01.01.1980, Side 204
190
BÚNAÐARRIT
minni en vonazt var til. Stafar það af Plasmacytose sýkingu,
sem orðin er í yfir 90% af dýrunum og því illviðráðanleg. Á
Sauðárkróki er verið að endurbyggja fóðureldhús ásamt
skinnaverkunarhúsi og frystirými, sem gæti séð væntanleg-
um loðdýrabændum fyrir fóðri og verkun skinna, hvort
heldur er minka, refa eða annarra loðdýra. í febrúar skipaði
landbúnaðarráðuneytið fjögurra manna nefnd til að gera
tillögur um uppbyggingu í loðdýrarækt, einkum refarækt,
sem búgrein hjá bændum. Að tillögum nefndarinnar samdi
ráðuneytið við Grávöru h. f. á Grenivík og þrjá aðra bændur
í nágrenninu um stofnun á refabúum og einu minkabúi, og
þann 12. des. s. 1. voru fluttar til landsins210 refalæður og 71
refahögni frá Skotlandi, sem skiptust milli þessara 4 búa.
Önnur dýr, sem til greina koma, eru: ildur, þvottabjörn,
ullarkanínur, chinchilla og vatnarotta.
Loðdýraræktina ætti að taka föstum tökum, því að ísland
hefur góð skilyrði og ódýrt fóður til að gera hana að öflugri
atvinnugrein og skapa landinu verðmæta útflutningsvöru.
e) Garðyrkju þarf að efla verulega frá því, sem nú er, og
leggja sérstaka áherzlu á aukna fjölbreytni á því sviði.
Jafnhliða þarf að skipuleggja aukna og bætta geymsluað-
stöðu fyrir garðávexti og leita nýrra úrræða í geymslutækni.
f) Ljóst er, að nýta má ýmis hlunnindi mun betur en gert
er. Æðardúnn og eggjataka hefur verið nýtt um áraraðir, og
eftirspurn eftir dúni er mikil og verðlag hækkandi. Helzti
þröskuldur í vegi fyrir aukningu æðarræktar er vargur (flug-
vargur og minkur), og þótt nokkur viðleitni hafi verið til
eyðingar á þeim vágestum, þyrfti að gera þar aukið átak.
Trjáreki á ströndum landsins eru hlunnindi, sem alltaf
hafa verið nytjuð í nokkrum mæli til húsagerðar, einkum
áður fyrr, en aðallega á seinni árum sem girðingarstaurar.
Með breyttum aðstæðum kemur til álita, hvort ekki sé hægt
að gernýta betur þann við, sem berst upp á strendur landsins,
t. d. með sögun til upphitunar með kurlbrennurum o. fl.
Talið er, að í 4,5 m3 af trjáviði sé orka á móti 1000 1 af olíu.