Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 206
192
BÚNAÐARRIT
Búnaðarþing telur, að þær aðgerðir til framleiðslutak-
mörkunar, sem nú er talið óhjákvæmilegt að hefja, muni
vegna samdráttar í sauðfjárbúskap leiða til verulegrar
byggðaröskunar, ef þær standa til langframa. En sú þróun
hlýtur að fara í bága við þá stefnu, sem Búnaðarþing og
stjórnvöld hafa markað, að byggð haldist sem mest í núver-
andi horfi, og hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir fjölda
byggðarlaga.
I. Búnaðarþing leggur sérstaka áherzlu á, að hraðað verði
ýtarlegum athugunum á því, hvort þjóðarbúið tapar eða
hagnast á því að flytja út hluta af kindakjötsframleiðslunni,
ef aðrar sauðfjárafurðir eru fullunnar í landinu. Það er
margt, sem þarf að kanna vandlega í þessu sambandi, m. a.:
1. möguleika á nýjum mörkuðum fyrir þessar vörur og
vöruvöndun, bæði í framleiðslu og vinnslu.
2. hvers virði sá gjaldeyrir er, sem fæst fyrir útfluttar
sauðfjárafurðir, unnar og óunnar.
3. hve margt fólk hefur atvinnu við framleiðslu, vinnslu,
dreifingu og verzlun með þessar vörur.
4. hvað það mundi kosta þjóðfélagið, ef verulegur hluti
sveitafólksins yrði að flytjast úr sveitunum.
5. hvað það mundi kosta þjóðarbúið að skapa því fólki
heimili og atvinnu í þorpum og bæjum.
Þetta allt þarf að skoða gaumgæfilega, áður en gripið er til
róttækra samdráttaraðgerða í sauðfjárbúskap landsmanna.
II. Búnaðarþing telur, að vinna beri markvisst að því að
treysta undirstöðu sauðfjárræktarinnar með því að bæta að-
stöðu hennar á margvíslegan hátt.
Enn fremur verði leitazt við að auka fjölbreytni iðnaðar-
vara úr sauðfjárafurðum, og um leið afla nýrra markaða með
fjölbreyttari framleiðsluvörum, og styrkja í þeim tilgangi
alla jákvæða sölumennsku með afurðir landbúnaðarins.
Búnaðarþing þakkar störf þeirrar nefndar, sem Búnaðarfé-
lag íslands skipaði til þess að f jalla um ályktun Búnaðarþings
1979 vegna máls nr. 16 um eflingu sauðfjárræktar. Enn