Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 207
BÚNAÐARÞING
193
fremur þakkar Búnaðarþing tillögur deildarstjóra búfjár-
ræktardeildar RALA um tilraunir með hagkvæmni í
sauðfjárrækt.
Búnaðarþing fagnar því, að nú stendur til boða fé (samanber
bréf landbúnaðarráðherra, þingskjal nr. 8) til sérstakra
framleiðslu- og markaðsrannsókna og felur stjórn Búnað-
arfélags íslands að beita áhrifum sínum til þess, að það nýtist
sem bezt.
III. Búnaðarþing leggur áherzlu á eftirfarandi atriði:
1. Aukin verði leiðbeiningaþjónusta, sem miði að vaxandi
afurðum á vetrarfóðraða kind.
2. Haldið verði áfram markvissum kynbótum sauðfjár-
stofnsins, sem stefni að því að bæta kjötgæði og afurða-
semi f járins, og vaxandi áherzla verði lögð á f jölbreytni í
sauðalitum fjárstofnsins, sérstaklegaþeirra, sem gefa
hagstæðast útflutningsverð.
3. Tekin verði upp hreinrækt á fé með sérstæða ullar- og
gærueiginleika, eins og gráu fé með vel lokkaða ull,
dropóttu fé, mórauðu, og fleiri afbrigði kæmu til álita.
4. Gert verði aukið átak í að kanna, með hvaða hætti megi
lækka verð á fóðri f járins og um leið kostnað, sem leiðir
af húsvist þess. Jafnframt verði unnið að umbótum í
heyframleiðslu, þ. e. umbótum á túnum, hagkvæmari
vélanotkun við heyskap og bættri heyverkun ásamt
byggingum, sem hæfðu búskaparskilyrðum við marg-
breytilegar aðstæður víðs vegar á landinu.
5. Lagt verði kapp á að takmarka notkun aðkeypts kjarn-
fóðurs, jafnhliða bættri heyverkun og hóflegri notkun
ræktaðs lands til beitar.
6. Reynt verði að bæta vinnuaðstöðu búanna, sérstaklega
á þeim tíma, sem vinnuálag er mest, á sauðburði og
fjárragi, vor og haust.
7. Iðnaður, sem byggist á hráefnum frá sauðfjárbúunum,
ull og skinnum, verði efldur svo, sem kostur er.