Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 213
BÚNAÐARÞING
199
III. að lokið verði hið allra fyrsta tengingu þeirra býla, sem
enn eru ótengd við samveitu, en fyrirhugað er að tengja á
þann hátt. Jafnframt verði form rafvæðingar þeirra býla, sem
eru utan ramma samveitnanna ákveðið og framkvæmt hið
fyrsta.
IV. að jákvæðari og hraðari afgreiðsla náist varðandi fulla
verðjöfnun á rafmagni en verið hefur til þessa.
Greinargerð:
I. Búnaðarþing hefur jafnan ályktað um rafmagnsmál í þeim
tilgangi að benda á og leggja áherzlu á þau verkefni, sem
áríðandi er að koma í framkvæmd hverju sinni.
Nú er svo komið, að ekki verður um flúið að gera stórátak
í því að endurbyggja og styrkja dreifikerfi raforku í sveitum.
Þetta benti Búnaðarþing á 1977, og á Búnaðarþingi 1978 lá
fyrir áætlun Orkuráðs í þessu efni, þar sem lagt er til, að
endurbyggingu og styrkingu dreifikerfisins verði lokið á átta
árum, og að þeim tíma liðnum hafi 70 — 80% notenda
rafmagns í sveitum aðgang að þrífasa rafmagni.
II. Fjármögnun er það grundvallaratriði, sem framkvæmd
nefndrar áætlunar byggist á. Því er áríðandi, að Alþingi og
ríkisstjórn fjármagni þetta verkefni í samræmi við áætlunina
og verðlagsþróunina hverju sinni. Á f járlögum þessa árs þarf
því að veita 1,7 milljarð króna, og tilsvarandi upphæð á
næstu árum, þar til settu marki er náð.
III. í fjárlagafrumvarpi því fyrir árið 1980, sem Tómas
Árnason, þáverandi fjármálaráðherra, lagði fram, var gert
ráð fyrir 415 millj. kr. til sveitarafvæðingar. Ætla má, að um
235 millj. þurfi til breytinga á heimtaugum og lagningu nýrra
heimtauga vegna endurbygginga íbúðarhúsa, en 180 millj.
yrðu þá til ráðstöfunar og myndu nægja til tengingar á ca. 10
— 15 áður ótengdum býlum. Verði þá ótengd 25 — 30 býli,
sem áætlað er að tengja samveitum.
Auk þess eru um 40 býli, sem liggja það afskekkt, að þau