Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 237
LANDBÚNAÐURINN
223
stæð og sleppa því fyrir burð í ven julegu árf erði. U m sunnan-
og suðvestanvert landið var sauðburðartíð að því leyti góð,
að engin hrakviðri eða krapahret gerði í maí, svo að hægt var
að láta nýlega bornar ær út og gefa þeim bæði hey og kjarn-
fóður úti. Létti það vinnuálag nokkuð og gerði auðveldara
að láta lambfé líða sæmilega eða vel. Norðan- og norð-
austanlands var aðstaða öll önnur. Þar hvíldi vetrargaddur-
inn yfir öllu fram í júní og alltaf voru ýmist frosthríðar eða
krapaslettingur, er gerði ómögulegt að hafa ær með ungum
lömbum úti,enda lá hafís við Norðausturland um skeið.
Urðu því þrengsli í f járhúsum og hlöðum mikið vandamál og
nær óviðráðanlegt hjá þeim, sem lökust fjárhús höfðu og
voru óvanir að láta ær bera í húsi. En íslenzki bóndinn er
þrautseigur, þegar hann á í stríði við náttúruöflin. Heyrðist
því varla æðruorð frá bændum og þeim fáu, sem lentu í
heyþroti, var greiðlega hjálpað af þeim, sem betur stóðu að
vígi. Með júní tók nokkuð að hlýna, fór þá fljótlega að slá lit
á tún á Suðurlandi og snjóa að leysa á norðanverðu landinu
með flóðum og fyrirgangi, þar sem snjór hafði verið mestur.
Klaki stóð djúpt í jörðu, svo að gróðri miðaði alls staðar hægt
af stað. Sauðfé var smám saman sleppt af húsi eða túnum er
leið fram í júní og um miðjan mánuðinn voru bændur því nær
allir hættir að gefa sauðfé, en kúahagar litlir sem engir um
það leyti. Síðari hluti júní var tiltölulega mun kaldari en fyrri
hlutinn og votviðrasamt um land allt. Um Jónsmessuleytið
gerði mjög hvimleitt hret á Norðurlandi, dag eftir dag var
bleytuhríð á láglendi, en snjókoma til fjalla, sem fór illa með
allar skepnur. Urskriðnar ær og vetrarrúnar gamalær krókn-
uðu á mörgum stöðum og verulegt afhroð varð á fé á sumum
bæjum í Fljótum og víðar, enda var þar hörku stórhríð í
Jónsmessuhretinu. Klaki var enn í jörðu víðast hvar og jörð
varð því mjög blaut. Allvíða mun nýáborinn tilbúinn áburð-
ur hafa tapazt í þessu hreti.
Júlí var kaldur, hitastig 2,1°C undir meðallagi, og gras-
vexti miðaði því hægt. Þó hófst sláttur víða á Suðurlandi um