Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 241
LANDBÚNAÐURINN
227
stofninn 57.172 nautgripir, þar af 33.749 mjólkurkýr,
796.755 sauðkindur, 50.067 hross, 1.435 svín, 393.974 ali-
fuglar, 8.350 minkar og 280 refir.
Á árinu fækkaði nautgripum um 5.617, þar af 2.577
mjólkurkýr eða 7,1 %, sauðfé fækkaði um 94.052 kindur eða
10,6%, hrossum fækkaði um 952 eða 1,9%, en svínum
fjölgaði um 3,1%, alifuglum fjölgaði um 6,8%, en tala
minka stóð sem næst í stað.
Samkvæmt upplýsingum frá Framleiðsluráði landbúnað-
arins var innvegin mjólk til mjólkursamlaga á árinu 1979
117.208.706 lítrar eða 2.5% minni en 1978.
Slátrað var í sláturhúsum 1.088.257 kindum haustið
1979, 963.368 dilkum og 124.889 kindum fullorðnum. Er
þetta 66.614 kindum fleira en 1978, þar af dilkar 31.283 og
35.331 fullorðnar. Meðalfall dilka reyndist 13,02 kg eða
1,36 kg minni en 1978. Kindakjötsframleiðslan varð nú
15.156.657 kg eða 236.292 kg minni en 1978, er nemur
1,54%.
Samkvæmt upplýsingum frá Framleiðsluráði landbúnað-
arins var nautgripaslátrun síðustu 3 árin sem hér segir:
1977 1978 1979
Tegund Tala kg Tala kg Tala kg
Ungkálfar . . 14.585 238.770 14.454 246.117 15.706 268.793
Alikálfar ... 1.317 106.843 2.177 185.697 3.963 330.713
Ungneyti 4.035 526.820 4.651 657.565 5.499 796.810
Naut 51 10.021 97 22.146 92 19.727
Kýr 4.728 803.671 5.955 1.027.775 8.361 1.449.422
Samtals 24.716 1.686.025 27.334 2.139.300 33.621 2.865.465
Var því alls slátrað í sláturhúsum 33.621 nautgrip eða
23% fleiri en 1978. Nautakjötsframleiðslan óx um 33,9%
frá 1978 til 1979, aðallega vegna gripafækkunar.
Slátrað var í sláturhúsum 15.718 hrossum, þar af 6372
folöldum. Heildarmagn hrossakjöts, sem lagt var inn hjá
sláturleyfishöfum var 1002 smálestir.