Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 242
228
BÚNAÐARRIT
Þjóðhagsstofnun hefur áætlað, að framleitt hafi verið af
öðrum kjöttegundum 720 smálestir af svínakjöti og 570
smálestir af fuglakjöti. Sama stofnun áætlar, að 1979 hafi
kjöt af heimaslátruðu verið: nautgripakjöt um 500 smálest-
ir, hrossakjöt um 200 smálestir og kindakjöt um 650 smá-
lestir. Eggjaframleiðsla 1979 var áætluð 3400 smálestir.
Framleidd voru og seld 16.568 minkaskinn að verðmæti
220.354 sterlingspund, er jafngildir um 220 milljónum
króna. Nokkuð er enn óselt af skinnaframleiðslu ársins
1979.
Fjárfesting og framkvæmdir. Jarðræktarframkvæmdir
minnkuðu verulega í flestum greinum á árinu 1979 miðað
við 1978. Framræsla með vélgröfnum skurðum minnkaði
um 42%, plógræsla og kílræsla féll því nær alveg niður.
Túnrækt drógst saman um ca. 20%, en grænfóðurrækt var
aðeins örlítið minni 1979 en árið áður. Byggingarfram-
kvæmdir, er njóta framlags samkvæmt jarðræktarlögum,
minnkuðu um 30—40%. Áburðargeymslur um 15%, þurr-
heyshlöður um 35%, votheysgeymslur um 41%, en aðeins
varð aukning í súgþurrkunarframkvæmdum og vatns-
veituframkvæmdir voru svipaðar bæði árin.
Jarðræktarframlög til bænda hækkuðu aðeins um 9,4%
frá árinu 1978, sjá nánar um þessi mál í starfsskýrslu Óttars
Geirssonar hér í ritinu.
Lánastarfsemi Stofnlánadeildar Búnaðarbankans gefur
gott yfirlit um byggingarframkvæmdir í sveitum, vélvæðingu
og eigendaskipti á jörðum, af því að fáir bændur reisa ný-
byggingar eða kaupa jörð án þess að taka lán úr Stofnlána-
deild. Þó mun það algengara nú en áður, að bezt stæðu
bændur byggi, t. d. heyhlöðu eða fjárhús, fyrir eigið sparifé,
eftir að lánakjör versnuðu og verðtrygging var tekin upp á
lánsfé.
Á árinu 1979 voru veitt 945 lán úr Stofnlánadeild, að
fjárhæð kr. 2.970.613.000, þar af til vinnslustöðva 31 lán, að
fjárhæð kr. 763.500.000, til ræktunarsambanda vegna