Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 248
234
BÚNAÐARRIT
mesta móti, en sú fyrirgreiðsla er aðeins hluti af tjóninu, að
nokkru leyti hagstæð lán, að hiuta óafturkræft framlag þegar
um stór tjón er að ræða. Pá er enn ógetið hins gífurlega tjóns,
sem sauðfjárbændur urðu fyrir og verða að bera bótalaust
vegna þess, hve sláturfé var rýrt haustið 1979. Þótt fjárhag
bænda hljóti að hafa hrakað á árinu 1979 þá er ekki bilbug
að finna, enda gera þeir sér ljóst, að þessi atvinnuvegur
verður ávallt háður árferði, þó nútíma þekking og tækni
dragi mjög úr slíkum áföllum, auk þess sem félagsleg sam-
hjálp eins og Bjargráðasjóður léttir verulega byrðarnar hjá
þeim, sem fyrir mestum búsifjum verða.
Markaðsvandamálin eða offramleiðslan, sem margir kalla
það nútíma fyrirbæri, að framleiða meira af búvörum en
þjóðin þarf sjálf að nota, þótt mikill hluti heimsbyggðarinnar
líði verulega fyrir næringarskort, hvílir með meiri þunga á
íslenzkum bændum nú en áföll af illu árferði. Áar okkar
hefðu aldrei skilið að slíkt ástand kynni að skapast. En þetta
er ekki séríslenzkt fyrirbæri, en veldur miklum vanda hjá
öllum þjóðum, sem náð hafa að tæknivæðast og tileinka sér
nútíma vísindaþekkingu í landbúnaði. Sökin virðist hjá
stjórnmála- og fjármálaleiðtogum heimsbyggðarinnar, að
finna ekki ráð til þess að nota umfram matvæli hjá allsnægta
þjóðunum til fjárhagslegrar aðstoðar í þróunarlöndunum.
En það er sannarlega ekki á færi kotríkis eins og íslands að
leysa þennan vanda, þótt við gætum að sjálfsögðu gefið góð
ráð. Hitt verðum við að horfast í augu við, að við eins og
flestar eða allar velmegunarþjóðir verðum að velja á milli
þeirra illu kosta, annað hvort að selja umframbúvörufram-
leiðsluna fyrir það litla verð, sem á hverjum tíma er hægt að
fá fyrir hana, eða takmarka framleiðslumagn allra þeirra
búvörutegunda, sem framleiddar eru í meira magni en þarf
til heimaneyzlu, eða nota báðar þessar aðferðir. Alla tíð
síðan ísland byggðist hafa búvörur verið fluttar úr landi og
bændur orðið að sætta sig við það verð, sem fyrir þær fékkst,
þar til útflutningsuppbótakerfið var lögtekið hér á landi