Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 249
LANDBÚNAÐURINN
235
1960. Áður höfðu bændur leyfi til að selja búvöru innan-
lands á hærra verði en nam framleiðslukostnaði og nota það
fé til uppbóta á útflutta búvöru, sem ekki seldist fyrir kostn-
aðarverði. Lausn málsins með breytingu á framleiðsluráðs-
lögum 1960 var í svipinn hagstæð bæði neytendum og fram-
leiðendum, en bar þó ógæfuna í sjálfu kerfinu. Það hlaut
fljótlega að koma að því, að bændur framleiddu allt það
magn og meira til en þeim var tryggt verð fyrir, nema tekið
væri upp lögákveðið framleiðsluskipulag. Skynsamleg tak-
mörk voru sett um magn útflutningsbóta. Þær máttu aldrei
nema meiru en 10% af heildarverðmæti búvöruframleiðsl-
unnar í landinu. Betra hefði verið að önnur takmörkun hefði
líka verið sett, t. d. að útflutningsbætur á sérhverja vöruteg-
und mættu aldrei vera hærri en eitthvert tiltekið hlutfall af
söluverði vörunnar á erlendum markaði. Slík ákvæði myndu
hafa neytt Framleiðsluráð landbúnaðarins til þess að hlutast
til um á hverjum tíma, að framleiða til útflutnings þær bú-
vörutegundir, sem hægt væri að selja erlendis fyrir hlutfalls-
lega bezt verð. Tregða löggjafarvaldsins við að breyta fram-
leiðsluráðslögunum á þann veg, að gera bændum sjálfum
kleift að stjórna framleiðslumálunum nokkuð, hefur valdið
miklum erfiðleikum og kostað meiri þörf fyrir útflutnings-
bætur, en verið hefði, ef lögunum hefði í tíma verið breytt, að
ósk Stéttarsambands bænda. Þessi skortur á lagaheimild til
stjórnunar búvöruframleiðslunnar hefur leitt til þess, að
bændur hafa haft siðferðislegan rétt til að krefjast meiri
útflutningsbóta en lög ákváðu. Hefur það því miður skapað
óþarfa andúð á bændastéttinni og framleiðsluvörum hennar,
þó Alþingi hafi lengstum skilið, hver átti megin sökina, og
hafi greitt myndarlega úr útflutningsuppbótaþörfinni, þótt
henni hafi síðustu árin ekki verið að fullu létt af bændum.
Á Alþingi hinn 6. apríl 1979 fékkst loksinsfram breytingá
lögum nr. 101/1966 um Framleiðsluráð landbúnaðarins,
verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarvörum o.
fl., er veittu Framleiðsluráði nokkra heimild til stjórnunar