Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 251
LANDBÚNAÐURINN
237
aðalfundi þess 1.—3. september var stjórnun landbúnað-
arframleiðslunnar til umræðu, og hvernig mætti beita heim-
ildum hinna nýju ákvæða Framleiðsluráðslaganna til fram-
leiðslutakmarkana á þann veg, að sem minnst tjón hlytist af,
þótt allir gerðu sér Ijóst, að engir kostir væru góðir. Mál þessi
höfðu fyrir aðalfund verið mjög rædd á bændafundum um
land allt. Á mörgum þeim fundum hafði landbúnaðarráð-
herra, Steingrímur Hermannsson, mætt auk formanns
Stéttarsambands bænda, Gunnars Guðbjartssonar, fulltrúa
hans Árna Jónassonar, og þáverandi aðstoðarmanns land-
búnaðarráðherra, Hákonar Sigurgrímssonar, o. fl. leiðandi
manna um landbúnaðarmál. Á fundum þessum kom fram,
að bændur voru yfirleitt sammála um, að nauðsyn væri að
takmarka um skeið framleiðslu nautgripa- og sauðfjár-
afurða, þar eð erlendur markaður gæfi of lágt verð, til þess
að réttlæta framleiðslu þessara vara til útflutnings umfram
það, sem þyrfti til að tryggja gnótt þeirra fyrir innlendan
markað árið um kring. A. m. k. gilti þetta um mjólkurafurðir
til útflutnings. Nokkru öðru máli væri að gegna um sauðfjár-
afurðir. Fyrir þær fengist hlutfallslega skárra verð, auk þess
sem tryggja þyrfti gnægð af ull og gærum til iðnaðar innan-
lands. Lengra náði ekki samkomulag á bændafundum.
Mestum ágreiningi olli, hvort reynt skyldi að takmarka bú-
vöruframleiðslu með gjaldi á innflutt kjarnfóður eða tak-
marka framleiðsluna beint með valdborði, þ. e. nota hið
svokallaða kvótakerfi. Með því að heimila ekki gjaldtöku af
öllu innfluttu fóðri, eftir ákvörðun landbúnaðarráðherra
samkvæmt tillögu Framleiðsluráðs iandbúnaðarins, gerði
Alþingi kjarnfóðurgjald í raun óvirka eða a. m. k. lítt virka
aðferð til framleiðslutakmörkunar.
Eftir umræður á aðalfundi Stéttarsambands bænda í
Stykkishólmi samþykkti fundurinn eftirfarandi ályktun:
„A. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1979, haldinn í
Stykkishólmi dagana 1.—3. september, ákveður að beita
framleiðslukvóta á mjólkurframleiðslu ársins 1980 og