Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 255
LANDBÚNAÐURINN
241
Viðauki. Þar sem grein þessi er rituð um mitt ár 1980 í stað
þess að vera skrifuð um áramót eins og undanfarin ár, þá læt
ég fylgja hér nokkurn viðauka. Hið margumrædda kvóta-
kerfi og framkvæmd þess hefur verið ærið umræðuefni
bænda og forvígismanna þeirra. Fjöldi funda hefur verið
haldinn með bændum og ráðunautum, þar sem formaður
Stéttarsambands bænda, sem nú gegnir líka starfi
framkvæmdarstjóra Framleiðsluráðs, formaður Fram-
leiðsluráðsins, fulltrúar þessara stofnana o. fl. hafa kynnt
kvótafyrirkomulagið, og hvernig það sé hugsað í
framkvæmd. Hafa ráðunautar sérstaklega verið beðnir að
leiðbeina bændum um breytta búskaparhætti, til þess að
draga sem mest úr skaðlegum áhrifum framleiðsluskerðing-
arinnar og hvernig koma megi í veg fyrir of miklar sveiflur í
framleiðslunni vegna kvótans, sem kynnu að leiða til tíma-
bundins vöruskorts, t. d. mjólkurskorts fyrri hluta vetrar
þótt offramleiðsla yrði yfir sumarið.
Á þessum fundum og í blaðaskrifum kom fljótlega í Ijós,
að ýmsir sáu alls konar annmarka á kvótakerfinu. Virtist líta
út fyrir, að margir hefðu haldið, að kvótinn þyrfti ekki að
koma við sig og sína líka, þótt aðrir yrðu að þola hann. Þorri
raunsærra og sanngjarnra manna er þó á þeirri skoðun, að
bezt væri, að sem flestir tækju á sig byrðarnar, með því yrðu
þær heildinni viðráðanlegastar. Samt komu fram vandamál,
sem fyrirfram var vitað um, eins og það, að þeir bændur, sem
lagt hafa í mikla fjárfestingu síðan farið var að verðtryggja
skuldir vegna framkvæmda, gætu yfirleitt ekki tekið á sig
framleiðsluskerðingu óstuddir, sérstaklega ef þeir væru
byrjendur í búskap. Þyrftu þeir jafnvel heldur leyfi til að
auka framleiðsluna umfram viðmiðun áranna 1976—78. Þá
kom einnig í ljós, að ýmsir töldu réttmætt að skipta stórum
búum í félagsbú, til þess að færri ærgildaafurðir lentu í há-
marksskerðingu. Á stöku stað er slíkt án efa réttmætt, eins
og t. d. þegar sonur hefur unnið að búi föður síns og haft af
því mestan hluta tekna sinna. En aðrir líta svo á, að offram-