Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 261
LANDBÚNAÐURINN
247
stórfelldri fólksfækkun í sveitum. Getur jafnvel svo farið, að
einhvers yrði metið verðmæti útfluttra Iandbúnaðarvara,
þótt þær seljist ekki fyrir framleiðslukostnaðarverð. Finnst
mér því ráðlegra fyrir alla að fylgja þeirri stefnu í landbún-
aði, sem að framan greinir í B-lið. En þá þarf með öllum
ráðum, að finna möguleika fyrir bændur til þess, að eyða
hinu dulda atvinnuleysi, sem framleiðslutakmörkunin
skapar, með einhverjum hagkvæmum störfum. Eins og ég
hef marg bent á geta sumir bændur hagnýtt sér betur en gert
hefur verið ýmis hlunnindi eins og silungsveiði, selveiði,
æðarvarp og reka. Hefir Búnaðarfélag íslands ráðið ráðu-
naut til þess að leiðbeina bændum um þessi efni. Hann þarf
fyrst og fremst að leggja höfuðáherzlu á að sameina bændur
um að koma á réttmætu gæðamati á silung, fá hann verð-
lagðan eftir gæðum og vandað verði til þessarar framleiðslu í
hvívetna.
Þá líta margir svo á, að fiskeldi og Ioðdýrarækt geti fyllt
upp atvinnumissi vegna bústofnsfækkunar hjá mörgum
bónda. Ég hygg að það eigi langt í land, að hinn venjulegi
bóndi geti haft að hluta atvinnutekjur af fiskeldi eða fiski-
rækt umfram það, að nýta laxveiðiámar og silungsveiðivötn
til hlítar og auka laxgengdina með seiðasleppingu og nýjum
laxastigum þar, sem þá vatnar enn. Öðm máli gegnir með
loðdýrarækt, einkum refarækt. Hún er að vísu vandasöm og
krefst í senn þekkingar, skyldurækni og samvizkusemi, en
þetta em eiginleikar, sem em öllum góðum bændum í blóð
bomir, auk þess sem þá má læra í góðum skólum og ekki sízt í
skóla lífsins ef á reynir. Tel ég brýna nauðsyn að gera gang-
skör að því, að leiðbeina og kenna öllum þeim bændum,sem
vilja stunda loðdýrarækt sem hlutabúskap, og greiða fyrir
þeim, og þeim einum, með útvegun fjármagns gegn því, að
þeir dragi að sama skapi úr framleiðslu mjólkur og kjöts. Þá
þurfa þeir bændur, sem aðstöðu hafa til, að stunda launaða
vinnu í tíma hins dulda atvinnuleysis, að nota sér slíkt. Mun
nauðsynlegt að ríkisvaldið, t. d. Byggðasjóður, aðstoði við