Búnaðarrit - 01.01.1980, Síða 262
248
BÚNAÐARRIT
uppbyggingu þess konar iðnaðar, sem staðsetja má í sveit-
um, bæði til nýtingar þess vinnuafls, sem í þéttbýli vex upp,
auk þess, sem skapast við samdráttinn í búvöruframleiðsl-
unni.
Pá má nefna tekjuöflunarleið, sem íslenzkir bændur hafa
ekki stundað sem atvinnugrein nema örfáir á síðustu árum,
en það er þjónusta við sumargesti. Áður fyrr hýstu margir í
þjóðbraut ferðamenn gegn greiðslu fyrir næturgreiða, nú
heyrir slíkt sögunni til og urðu flestir því fegnir.
Hins vegar var það venjan að veita gestum og gangandi
ókeypis beina og var það stolt margra, jafnt kvenna sem
karla, að veita slíka þjónustu af alúð og rausn. Nú minnkar
slíkt vegna hraðans og fjölda þeirra staða við þjóðvegina,
sem hafa til sölu mat, drykk og gistingu. Nú er sem betur fer
sjaldgæft, að göngulúinn ferðamaður, hvort heldur úr fjar-
lægð eða sömu sveit, berji að dyrum á bóndabæ og sé í þörf
fyrir beina.
Hið gestrisna bændafólk fellir sig því miður margt ekki við
að taka upp sem tekjuöflunarleið að selja tjaldstæði eða
byggja sumarbústaði til útleigu eða halda við eldri húsum til
leigu fyrir sumargesti. Fieiri ættu að hyggja að þessum
möguleika en gert hafa. Slíkt er virðingarverð og gagnleg
atvinnugrein.
Þótt allar þær leiðir, sem hér hefur verið bent á, verði
farnar af einhverjum bændum, blasir samt við sú staðreynd,
að sumir sjá enga möguleika til öflunar tekna í stað búvöru-
skerðingarinnar. Þeim verður að mæta á miðri ieið, t. d. með
því, að ríkissjóður veiti fjármagn til atvinnubóta fyrir þetta
fólk, sem það getur notfært sér, og helzt yrði til gagns í nútíð
eða framtíð. Ekki væri til of mikils mælst, að fjárveitingar-
valdið leggði áriega fram næstu árin fjárhæð, sem nemur
verðmæti þeirrar skerðingar af völdum framleiðslutakmark-
ana hjá þeim, sem ekki tekst að bæta sér upp tekjumissinn
með nýjum búgreinum eða launaðri vinnu, með því skilyrði,
að það fé, sem hér uin ræðir, verði aðeins notað til atvinnu-