Búnaðarrit - 01.01.1980, Qupperneq 338
324
BÚNAÐARRIT
HRÚTASÝNINGAR
325
Tafla D (frh.). — I. verðlaun ^nátar í Vestur-Skaftafellssýslu 1979
Tala og nafn Ætterni og uppruni
49. Kálfur ........ Heimaalinn ............................
50. Jökull* ....... Heimaalinn, f. Rasmus 72-878, m. Flekka
51. Morri* ........ Frá Mörtungu ..........................
52. Brekkni* ...... Heimaalinn ............................
Medaltal veturgamalla hrúta
og 13 veturgamlir, sem vógu 67 kg til jafnaðar. Fullorðnu
hrútarnir voru nú 7.5 kg léttari og þeir veturgömlu 7.3 kg
léttari en fyrir fjórum árum. Fyrstu verðlaun hlutu 9 hrútar
eða 36%, en 39.1% 1975. Beztu 3ja vetra hrútarnir voru
Hörður Hjartar á Eyri og Rósmundur Sigurbjörns á Kiða-
felli, en þeir eru báðir vænir og rýmismiklir. Af tvævetrum
hrútum stóð Þór í Hlíðarási efstur, en af veturgömlum Engill
Sigurbjörns á Kiðafelli. Engill er ágætlega vænn, hlutfalla-
góður og lágfættur og hlaut hann verðlaunagrip, sem veittur
er bezta hrút hreppsins.
Kjalarneshreppur. Þar voru aðeins sýndir 6 hrútar, 5 full-
orðnir og 1 veturgamall. Þeir eldri vógu 84.2 kg og voru nú
10.7 kgléttari en 1975 ogléttastirí sínum aldursflokki innan
sýslunnar. Fyrstu verðlaun hlutu 3 hrútar, en beztur þeirra
var Máni Péturs í Norðurgröf. Máni er ágætlega jafngóð
kind, undan Smára sæðisgjafa í Laugardælum.
Mosfellshreppur. Sýndir voru 27 hrútar, 21 fullorðinn og 6
veturgamlir. Þeir eldri vógu 90.4 kg að meðaltali, en þeir
yngri 72.7 kg til jafnaðar. Báðir aldursflokkar eru nú léttari
en fyrir fjórum árum, sá fyrrnefndi 5.8 kg og hinn síðar-
nefndi 0.7 kg. Alls hlutu 12 hrútar I. verðlaun eða 44.4%,
en 55.2% 1975. Bezti hrúturinn á sýningunni var Kollur
Sigsteins á Blikastöðum, ættaður frá Melum. Hann er ágæt-
lega holdgóður og bakbreiður og hlaut hann bikar, sem
veittur er bezta hrút hreppsins. Næstur honum stóð Litli-
gráni Hreins í Helgadal, sem er jafnvaxinn og snotur kind, en
fullbelglangur.
2 3 4 5 6 Eigandi
1 78 102 23 134 Kristinn Siggeirsson, Hörgslandi
1 89 106 26 133 Jón Kristófersson, Fossi
I 75 105 25 132 Guðjón Bergsson, Fossi
1 75 102 25 133 Sami
81,2 103,9 24,4 130,9
Reykjavík og Kópavogur. Þar voru aðeins sýndir 8 hrútar
fullorðnir, sem vógu 84.8 kg að meðaltali, og voru þeir næst
léttastir í sínum aldursflokki í sýslunni. Tveir hrútar hlutu I.
verðlaun, Þór Sigurleifs Guðjónssonar og Prúður Gísla
Jónssonar. Þór er ágætlega jafnvaxinn og lágfættur.
Hafnarfjörður, Garðakauptún og Bessastaðahreppur. Þar
voru sýndir 11 hrútar, sæmilega vænir. Fjórir þeirra hlutu I.
verðlaun, Olli og Snúður Leifs og Sævars í Bröttukinn, FífiII
Hallgríms á Dysjum II og Ljómi Jóseps Guðjónssonar, sem
er veturgamall. Snúður er sæðingur undan Snúð 71—882, og
er hann ágætlega bakbreiður og útlögugóður.
Vatnsleysustrandarhreppur. Þar voru sýndir 15 hrútar, 10
fullorðnir og 5 veturgamlir. Þeir voru flestir grófbyggðir og
háfættir. Fyrstu verðlaun hlutu 3 hrútar eða 20%, þeir
Spakur Sigurjóns í Traðarkoti, Kollur Eggerts á Brunna-
stöðum og Freyr Símonar í Austurkoti frá Setbergi.
Miðneshreppur. Þar voru aðeins sýndir 8 hrútar, 5 full-
orðnir og 3 veturgamlir. Báðir aldursflokkar voru þyngri en
jafnaldrar þeirra í sýslunni, en yfirleitt of grófbyggðir. Fjórir
hrútar hlutu I. verðlaun, Spakur og Bjartur í Bergsholti,
Kóngur í Hólkoti og Þristur í Miðkoti. Spakur og Kóngur
voru þeirra beztir.
Ámessýsla
Sýndir voru í sýslunni 743 hrútar eða 29 færri en fyrir
fjórum árum. Af þeim voru 428 2ja vetra og eldri, og vógu
þeir 94.7 kg til jafnaðar, og 375 veturgamlir, er vógu 78.2 kg