Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 343
HRÚTASÝNINGAR 329
Böðmóðsstöðum. Búi í Austurey var sá eini, sem hlaut I.
heiðursverðlaun.
Biskupstungnahreppur. Þar var sýningin heldur illa sótt og
aðeins sýndir 59 hrútar, 37 2ja vetra og eldri og 22 vetur-
gamlir. Fullorðnu hrútarnir vógu 94.8 kg að meðaltali, sem
er aðeins ofan við meðalþunga í sýslunni, og þeir veturgömlu
vógu 75.6 kg, sem er 2.6 kg minna en þungi jafngamalla
hrúta í héraðinu. Fyrstu verðlaun hlutu 38 hrútar eða
64.4%, en 60.6% fyrir fjórum árum, og aðeins einn hrútur
var dæmdur ónothæfur. Á héraðssýninguna völdust eftir-
taldir hrútar: Af kollóttum þeir Fauskur og Fauti í Miðhús-
um, en þeir eru undan sæðisgjöfunum Kvisti og Smára, og af
hyrndum hrútum Spakur Ragnars í Ásakoti, Breki á
Drumboddsstöðum, Óðinn Gámsson og Freyr Soldánsson í
Úthlíð og Klettur Gámsson í Miðhúsum og veturgömlu
hrútarnir Sproti Sveins í Bræðratungu, Hnallur Funason á
Drumboddsstöðum, Valur Ólafs í Arnarholti og Spotti
Arnórs á Bóli.
Hrunarnannahreppur. Þar var sýningin ágætlega sótt og
margir hrútar metfé að kostum. Alls voru sýndir 132 hrútar,
70 fullorðnir og 62 veturgamlir. Þeir fuliorðnu vógu 101.1
kg að meðaltali og voru fjórðu þyngstir sinna jafnaldra í
sýslunni, en þó 3.4 kg léttari en haustið 1975. Veturgömlu
hrútarnir vógu 82.8 kg til jafnaðar eða 2.7 kg minna en
hrútar á sama aldri fyrir fjórum árum. Fyrstu verðlaun hlutu
100 hrútar eða 75.8%, en 66.7% fyrir fjórum árum. Enginn
hrútur var dæmdur ónothæfur og aðeins 2 hrútar hlutu III.
verðlaun og sýnir það, að almennt fer saman vandað val, góð
fóðrun og hirðing. Á héraðssýninguna voru valdir eftirtaldir
hrútar: Af 3ja vetra og eldri Þór Marinós á Kópsvatni,
Kópur Guðmundar í Skipholti frá Kópsvatni, og Freyr
Guðmundar Marinóssonar, Kópsvatni, sem allir eru synir
Gáms sæðisgjafa í Laugardælum. Þeir Þór og Kópur eru
afburða einstaklingar, hvað varðar þroska, bakhold og rými