Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 344
330
BÚNAÐARRIT
og stóðu meðal 6 efstu hrútanna á héraðssýningunni, en Freyr
hlaut I. verðlaun A. Blær Magnúsar á Miðfelli var 1. vara-
hrútur, en hann hefur mjög jafna og góða byggingu, þó ekki
sé hann eins þroskamikill og Gámssynirnir. Af 2ja vetra
hrútum þeir Starri Hermanns í Langholtskoti frá Kílhrauni,
Skúfur Haraldar á Hrafnkelsstöðum, Moli Kormáks í Sól-
heimum og Glampi Magnúsar á Miðfelli var til vara. Starri er
útmetinn einstaklingur, mjög lágfættur, með afburða bak-
breidd og bakhold og 9. í röð heiðursverðlauna hrúta. Þeir
Skúfur, Moli og Glampi eru allir synir Soldáns sæðisgjafa frá
Hesti og hafa mörg af beztu einkennum hans, góðar útlögur
og ágæt bak-, mala- og lærahold. Af veturgömlum Fannar
Unnsteins í Langholti, Þór Þorgeirs á Hrafnkelsstöðum,
Fursti Lofts í Haukholtum og Óðinn Þorgeirs á Hrafnkels-
stöðum. Fannar er sonur Hyls 75—947 og er einstakur
holdahnaus, rígvænn, útlögumikill, bakbreiður og lágfættur
og hlaut bikar sem bezti veturgamli hrúturinn í hreppnum og
stóð 2. efsti af veturgömlum hrútum á héraðssýningunni. Þór
er sonur Gáms sæðisgjafa, en Fursti og Óðinn eru synir
Soldáns 71—870, og eru þeir allir vel gerðar kindur og
margir fleiri, sem ekki eru uefndir hér. Þór Marinós Krist-
jánssonar á Kópsvatni var dæmdur bezti hrúturinn í Hruna-
mannahreppi, fæddur í sveitinni, og hlaut því Marinó
skjöldinn góða til varðveizlu næstu fjögur árin.
Gnúpverjahreppur. Þar voru sýndir 69 hrútar, 46 2ja vetra
og eldri og 23 veturgamlir. Þeir fyrrnefndu vógu 98.5 kg að
meðaltali, en þeir síðarnefndu 77.1 kg til jafnaðar. Þeir
fullorðnu voru því 1.4 kg léttari og þeir veturgömlu 2.7 kg
léttari en 1975. Fyrstu verðlaun hlutu 50 hrútar eða 72.5%,
en 70.3% 1975. Eftirtaldir hrútar voru valdir á héraðssýn-
inguna: Austri Sigurðar á Hæli, Kóngur Jóns Ólafssonar E,-
Geldingaholti og Hani Ara Einarssonar á Hæli af 3ja vetra
hrútum og eldri. Þeir eru synir sæðisgjafanna Ljóma, Snúðs