Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 345
HRÚTASÝNINGAR
331
og Gáms. Austri og Hani voru í 10. og 12. sæti heiðursverð-
launa hrúta, en Kóngur hlaut I. verðlaun A. Af 2ja vetra
hrútum fór Hnykill Bjarna Einarssonar á Hæli á héraðssýn-
inguna og hlaut hann I. verðlaun A, en af veturgömlum
Gámur Björgvins í Laxárdal og Seifur Margrétar í Háholti,
sem báðir eru Gámssynir, og hlutu I. verðlaun B, en þeir
höfðu lagt nokkuð af milli hrepps- og héraðssýningar.
Skeiðahreppur. Sýndir voru 44 hrútar, 15 2ja vetra og
eldri, sem vógu 100.9 kg að meðaltali, og 29 veturgamlir,
sem vógu 83.2 kg til jafnaðar. Fullorðnu hrútarnir voru 2.3
kg léttari, en þeir veturgömlu 0.2 kg þyngri en fyrir fjórum
árum. Fyrstu verðlaun hlutu 35 hrútar eða 79.5% sýndra
hrúta, en hinir allir hlutu II. verðlaun. Skeiðamenn vinna af
krafti að ræktunarmálum, enda lætur árangurinn ekki á sér
standa eins og hér sézt. Á héraðssýninguna voru valdir
eftirtaldir hrútar: Smári Blævarsson, Randver Hlynsson og
Snáði Soldánsson, allir frá Guðmundi í Kílhrauni. Randver
er aðfenginn frá Langholtskoti, en Snáði frá Oddgeirshól-
um. Þeir röðuðust í 3., 7. og 8. sæti heiðursverðlauna hrúta á
héraðssýningunni. Aðrir hrútar, sem valdir voru, Prúður
Vilhjálms og Leifs á Hlemmiskeiði frá Oddgeirshólum og
Áki Ingvars í Reykjahlíð eru báðir synir Gáms sæðisgjafa.
Peir Prúður og Áki hlutu einnig heiðursverðlaun á héraðs-
sýningu. Er mjög athyglisvert, að allir hrútar hreppsins hljóti
svo góða dóma á jafn strangri sýningu sem héraðssýning
Árnesinga er.
Hraungerðishreppur. Þar voru sýndir 48 hrútar, 26 2ja
vetra og eldri, sem vógu 99.9 kg að meðaltali, og 22 vetur-
gamlir, sem vógu 85.2 kg til jafnaðar. Fullorðnu hrútarnir
voru nú 7.8 kg léttari og þeir veturgömlu 1.7 kg léttari en
1975. Fyrstu verðlaun hlutu 40 eða 83.3% sýndra hrúta, en
79.1% 4 árum áður, 6 hrútar hlutu II. verðlaun og 2 III.
verðlaun. Á héraðssýninguna voru eftirtaldir hrútar valdir:
Úði Hauks á St.-Reykjum, Blær og Punktur Guðmundar