Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 347
HRÚTASÝNINGAR
333
80% sýndra hrúta I. verðlaun. Á héraðssýninguna voru
valdir Blær Jóns Ingvarssonar á Skipum frá Oddgeirshólum
og Drembill Bjarkars Snorrasonar á Tóftum. Blær var þar
dæmdur bezti hrúturinn í heiðursverðlaunaflokki og hlaut
87 stig, og Drembill lenti í sama flokki með 80.5 stig. Báðir
þessir hrútar eru miklir kostagripir og þá sérstaklega Blær,
sem er frá Oddgeirshólum, undan Þristi þar og því a. m. k.
hálfbróðir Gáms sæðisgjafa í Laugardælum. Margir aðrir
hrútar í hreppnum eru kostamiklir og vænir, en aðeins vildi
bera á því, að kjúkur og liðabönd á veturgömlum hrútum
væru slök, þegar þunginn nálgaðist 100 kg og þar yfir.
Gaulverjabæjarlireppur. Sýndir voru 19 hrútar, 12 2ja
vetra og eldri, sem vógu 106.3 kg að meðaltali, og 7 vetur-
gamlir, sem vógu 84.7 kg til jafnaðar. Þeir fyrrnefndu voru
langþyngstir sinna jafnaldra í sýslunni, en samt 4.6 kg léttari
en fyrir fjórum árum og þeir síðarnefndu þriðju þyngstu í
sínum aldursflokki og voru nú 3.6 kg þyngri en 1975, sjá
töflu I. Fyrstu verðlaun hlutu allir sýndir hrútar, en 50%
fyrir fjórum árum. Strangt val, góð fóðrun og hirðing hrút-
anna er lofsverð, enda næst ekki svona árangur nema fleira
fari saman. Á héraðssýninguna völdust Hlutur og Fursti í
Efri-Gegnishólum, en þeir eru synir Hluts og Soldáns sæðis-
gjafa í Laugardælum. Hlutur er afburða einstaklingur, grjót
þungur, útlögumikill, bakbreiður og einstaklega holdþéttur
og lágfættur og hlaut hann 5. sæti heiðursverðlauna hrúta á
héraðssýningunni með 84.0 stig, en Fursti hlaut 80.5 stig og
raðaðist í 15. sæti.
Villingaholtshreppur. Þar voru sýndir 43 hrútar, 22 full-
orðnir, sem vógu 97.8 kg til jafnaðar, og 21 veturgamall, sem
vóg 84.1 kg. Þeir fyrrnefndu voru nú 10.1 kg léttari, en þeir
veturgömlu 5.9 kg léttari en 1975. Fyrstu verðlaun hlutu 30
hrútar eða 69.8%, en 71.0% fyrir 4 árum. Á héraðssýning-
una voru eftirtaldir hrútar valdir: Glaður og Faldur Páls
Halldórssonar í Syðri-Gróf og Þrasi Einars Hermannssonar í