Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 350
336
BÚNAÐARRIT
Gunnarsholtsbúið er ekki skráð sem kynbótabú í sauðfjár-
rækt samkvæmt lögum, heldur er það miðstöð Landgræðslu
ríkisins. Það sem furðu vekur er, að þar er ekki einn ábyrgur
fjárræktarmaður, sem ræður, heldur koma þar fleiri við
sögu, og er ekki auðvelt að vita hverjum er að þakka sú gifta,
sem hefur undanfarið fylgt fjárræktarstarfinu í Gunnars-
holti. Á héraðssýningu voru valdir fjórir hrútar frá Gunn-
arsholti, þeir Fjalar, Hringur, Vöggur og Gauti, Ás Ólafs á
Hjarðarbrekku og Jökull og Nonni á Heiði. Fjalar, Hringur
og Vöggur hlutu I. heiðursverðlaun, Vöggur var 2. í röð með
85.0 stig, Hringur 3. með 84.0 stig og Fjalar 9. með 80.0 stig.
Gauti, Jökull og Nonni hlutu I. verðlaun A og Ás I. verðlaun
B. Til vara á héraðssýningu voru valdir Heiðar í Gunnars-
holti og Slembir á Heiði. Fjalar Ingimars á Ekru var beztur af
3 vetra og eldir hrútum hyrndum.
Hvolhreppur. Þar var sýndur 31 hrútur, 18 fullorðnir og
13 veturgamlir. Hrútarnir voru blendnir að gæðum og sumir
nokkuð háfættir. Á héraðssýningu voru valdir Hvítur og
Sprækur Markúsar í Langagerði,sem hlutu þar I. verðlaun B
og Lappi Gámsson, veturgamall, Einars á Móeiðarhvoli, er
hlaut I. verðlaun A. Til vara á héraðssýningu voru valdir
Kollur á Markaskarði og Vöggur á Móeiðarhvoli.
Fljótshlíðarhreppur. Þar voru sýndir 67 hrútar, 38 full-
orðnir og 29 veturgamlir. Hrútarnir voru þungir og þroska-
miklir, en sumir nokkuð háfættir, hyrndir jafnbetri að gæð-
um en kollóttir. Á héraðssýningu voru valdir Jarl á Kirkju-
læk, Stubbur í Eyvindarmúla, Smári á Ásvelli, Frosti
Frostason og Grímur Gámsson Árna í Teigi, Dvergur og
Dropi Jens í Teigi og Þokki á Lambalæk. Dropi og Stubbur
hlutu þar I. verðlaun B, hinir allir 1. verðlaun Á. Frosti Árna
í Teigi var talinn beztur hrúta á hreppssýningunni, og hlaut
verðlaunabikar Sf. Hnífils til varðveizlu næstu árin. Til vara
á héraðssýningu voru valdir Blær á Lambalæk og Svanur
Rúnars á Torfastöðum.