Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 351
HRÚTASÝNINGAR
337
Vestur-Landeyjahreppur. Þar voru sýndir 44 hrútar, 30
fullorðnir og 14 veturgamlir. Hrútarnir voru holdlitlir og
léttari en í öðrum hreppum sýslunnar og fremur háfættir.
Yngri hrútar voru þroskalitlir og fáir hrútar verulega rækt-
arlegir. Bændur í hreppnum ættu að notfæra sér sæðingar
eftir því sem unnt er, og endurnýja að fullu hrútastofninn. Á
héraðssýningu voru valdir Peyi í Álfhólum, fæddur að Ytri-
Skógum, Smári og Kútur Soldánsson, veturgamall, í Forsæti
og Funi í Álfhólahjáleigu, fæddur að Skógum. Á héraðs-
sýningu hlaut Smári I. heiðursverðlaun, var 10. í röð með
80.0 stig, og Kútur I. verðlaun A. Peyi og Funi mættu ekki til
leiks. Til vara á héraðssýningu var valinn Akur á Strönd,
ættaður frá Akurey. Hryggur Frostason á Strönd, fæddur að
Uxahrygg og Skari í Forsæti frá Ólafi Tómassyni í Skarðshlíð
voru einnig eigulegir hrútar.
Austur-Landeyjahreppur. Þar voru sýndir 108 hrútar, 65
fullorðnir og 43 veturgamlir. Sýningin var ágætlega sótt og
almennur fjárræktaráhugi ríkjandi í sveitinni. Hrútarnir
voru flestir lágfættir og vel valdir, en sumir yngri hrútar
tæplega nógu þroskaðir. í heild var sýningin sterk og greini-
lega mikill árangur af sæðingarstarfsemi og fjárvali. Á hér-
aðssýningu voru valdir Tarsan á Guðnastöðum, Barði á
Búðarhóli, Kálfur á Skíðbakka, Falur og Glókollur Fífils-
synir á Voðmúlastöðum og Mjalli á Álftarhóli, fæddur að
Voðmúlastöðum. Á héraðssýningu hlaut Barði I. heiðurs-
verðlaun, þar var 7. í röð með 81.5 stig, Mjalli hlaut I. verð-
laun B, hinir I. verðlaun A. Kubbur á Guðnastöðum og Stapi
á Búðarhóli voru valdir varahrútar á héraðssýningu. Aðrir
beztir af veturgömlum voru GulkoIIur Kálfsson á Svana-
vatni, Sómi Soldánsson í Miðhjáleigu og Prúður Fífilsson á
Bólstað. Drellisson á Búlandi og Hvítur Gámsson á Voð-
múlastöðum, báðir þar fæddir, voru aðrir beztir af tvævetr-
um.
L