Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 353
HRÚTASÝNINGAR
339
hrútar í sömu aldursflokkum fyrir 4 árum. Þeir veturgömlu
vógu nú 71.7 kg eöa 5.4 kg minna en fyrir 4 árum. Þá voru
sýndir 475 hrútar í sýslunni, en aðþessu sinni 522. Fullorðnu
hrútamir vom nokkru færri nú en síðast, en veturgömlu
hrútamir nær 100 fleiri. Er þetta gleðileg þróun. Að þessu
sinni hlutu 272 hrútar I. verðlaun eða 52.1%, sem er 5.2%
lægra hlutfall en síðast. Af fullorðnu hrútunum hlutu 67.4%
I. verðlaun, en 30.7% veturgamalla hrúta.
Dyrhólahreppur. Þar vom sýndir 60 hrútar, 8 fleiri en
síðast, 40 fullorðnir og 20 veturgamlir. Af þeim hlutu 32 1.
verðlaun, 25 fullorðnir og 7 veturgamlir, eða 53.3%. Full-
orðnu hrútarnir vógu til jafnaðar 89.8 kg og þeir veturgömlu
76.3 kg og em báðir hópar næst þyngstir í sýslunni. Bezti
hrútur sýningarinnar var dæmdur Sómi Eyjólfs Sigurjóns-
sonar í Pétursey, en hann stóð jafnframt efstur á héraðssýn-
ingunni. Sómi er heimaalinn, f. Lappi 73—888, sjá umsögn
um hann í grein um héraðssýninguna. Af hrútum úr
Dyrhólahreppi fór Goði Stígs í Steig einnig í heiðursverð-
laun. Flrútar í Dyrhólahreppi bera með sér, að bændur þar
vanda allvel val ásetningshrúta. Má í því sambandi benda á,
að af 20 veturgömlum hrútum fóm 7 í I. verðlaun og 11 í II.
verðlaun. Marga þessara II. verðlauna hrúta vantaði aðeins
meiri þroska tii að ná I. verðlaunum. Aðeins 2 veturgamlir
fóru í III. verðlaun og engum var hent.
Hvammshreppur. Þar vom sýndir 78 hrútar, 39 fullorðnir
og jafnmargir veturgamlir. Fullorðnu hrútarnir vógu til jafn-
aðar 95.4 kg og þeir veturgömlu 80.1 kg. í báðum aldurs-
flokkum vom hrútar hér þyngstir jafnaldra sinna í sýslunni,
þó vom þeir fullorðnu 4.6 kg léttari og veturgömlu hrútarnir
4.4 kg léttari en 1975. I. verðlaun hlaut 41 hrútur, 27 full-
orðnir og 14 veturgamlir, eða 52.6% sýndra hrúta. Bezti
hrútur sýningarinnar var dæmdur Þróttur í Norður-Vík, 3
vetra, hymdur, en hann stóð 4. í röð heiðursverðlauna hrúta
og Stormur á Norðurfossi, 2 vetra, kollóttur. Af veturgöml-