Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 354
340
BÚN AÐARRIT
um hrútum var Blettur á Litlu-Heiði beztur, og hlaut hann I.
verðlaun A á héraðssýningu. Hrútar í Hvammshreppi eru
mjög margir kostamiklar kindur.
Álftavershreppur. Þar voru sýndir 52 hrútar eins og 1975.
Fullorðnu hrútarnir, 36 að tölu, vógu að meðaltali 87.2 kg og
veturgömlu hrútarnir, 16 talsins, vógu 74.7 kg að meðaltali.
Veturgömlu hrútarnir eru ofan við meðallag sýslunnar, en
þeir fullorðnu neðan við. Veturgamlir hrútar flokkuðust hér
betur en í nokkrum öðrum hreppi sýslunnar og hlutu 2 I.
heiðursverðlaun og 2 þeirra I. verðlaun A og var það bezta
útkoman á héraðssýningunni. Fullorðnu hrútarnir flokkuð-
ust einnig betur en í öðrum hreppum og fóru tæp 78% þeirra
í I. verðlaun. Bezti hrúturinn í Álftaveri og jafnframt 2. bezti
hrútur á héraðssýningunni var Dreki í Þykkvabæjarklaustri,
4 vetra, kollóttur. Bjartur á Herjólfsstöðum, 3 vetra, einnig
kollóttur, hlaut líka I. heiðursverðlaun og var 7. í röð
heiðursverðlauna hrúta á héraðssýningunni. Hrútar í Álfta-
veri eru tvímælalaust jafnbeztu hrútar í sýslunni. Vetur-
gömlu hrútarnir voru langflestir vel valdir og vel gerðar
kindur, þó enginn þeirra væri afburða einstaklingur.
Skaftártunguhreppur. í hreppnum voru sýndir 100 hrútar,
sem er 17 færri en í síðustu sýningarumferð. Fullorðnu hrút-
arnir voru 58 eða 30 færri en síðast og 42 veturgamlir, sem er
13 fleiri en 1975. Fullorðnu hrútarnir vógu 86.4 kg að jafn-
aði á móti 92.4 kg 1975 og þeir veturgömlu 65.7 kg, sem er
7.1 kg minna en síðast. Af fullorðnum hrútum hlutu 38 I.
verðlaun eða 65.5% og 8 veturgamlir eða 19.0%. Vetur-
gömlu hrútarnir voru mjög misjafnir og sumir ljótir, enda
þótt afbragðs einstaklingar væru innanum, eins og t. d. Fróði
í Austurhlíð, sem hlaut I. verðlaun A á héraðssýningunni.
Langbeztir voru hrútar Guðgeirs í Austurhlíð, og fóru 4
þeirra á héraðssýningu, og hlutu allir I. verðlaun A.
Kirkjubœjarhreppur. Þar voru sýndir 80 hrútar, jafn-
margir og 1975. Fullorðnir voru 48, og vógu þeir 85.9 kg á