Búnaðarrit - 01.01.1980, Side 356
Héraðssýning á hrútum
*
í Arnessýslu 1979
Eftir Sigurjón Jónsson Bláfeld
Laugardaginn 6. október var haldin héraðssýning á hrútum í
Árnessýslu í Eystra-Geldingaholti í Gnúpverjahreppi.
Hrepparnir vestan ölfusár og Sogs gátu þó ekki tekið þátt í
sýningunni vegna sauðfjárveikivama. Sama gilti að sjálf-
sögðu með hrúta Sæðingarstöðvarinnar í Laugardælum
vegna einangrunar þeirra. Dómnefnd skipuðu ráðunaut-
arnir Sigurjón Jónsson Bláfeld, Árni G. Pétursson og Einar
Porsteinsson. Unnið var að dómsstörfum síðari hluta föstu-
dags 5. október og unnið úr þeim að morgni hins 6. október.
Sýningin var opnuð almenningi kl. 13.30 þann dag. Hjalti
Gestsson setti sýninguna fyrir hönd Búnaðarsambands
Suðurlands, en Sigurjón Bláfeld lýsti dómum.
Á héraðssýninguna voru valdir 56 hrútar, en vegna af-
skipta Sauðfjárveikivarna á síðustu stundu var komið í veg
fyrir, að Grímsnesingar fengju að sýna þá 9 hrúta, sem valdir
höfðu verið til að mæta á héraðssýningu frá þeim, þeir vom
þó stigaðir, og er skráð í töflu B í grein um hrútasýningar
haustið 1979 í hvaða verðlaunaflokk hver þessara hrúta
hefði lent, ef þeir hefðu mætt á héraðssýningunni. Alls
mættu því til dóms á héraðssýningunni aðeins 47 hrútar. Af
þeim hlutu 18 I. heiðursverðlaun, 19 I. verðlaun A og 10 I.
verðlaun B.
I. heiðursverðlaun hlutu:
Röð, nafn, aldur og stig Eigandi:
1. Blær, 4v., 87.0 Jón Ingvarsson, Skipum, Stokkseyrarhr.
2. Kópur, 3v., 86.5 Guðm. Kristmundsson, Skipholti, Hrunamannahr.
3. Randver, 2v., 84.5 Guðm. Þórðarson, Kílhrauni, Skeiðahr.
4. Glaður, 3v., 84.5 Páll Axel Halldórsson, Syðri-Gróf, Villingaholtshr.
5. Hlutur, 2v., 84.0 Félagsbúið Efri-Gegnishólum, Gaulverjabæjarhr.
6. Þór, 3v., 83.5 Marinó Kristjánsson, Kópsvatni, Hrunamannahr.
7. Smári, 3v., 83.5 Guðm. Þórðarson, Kílhrauni, Skeiðahr.
8. Snáði, lv., 82.5 Guðm. Þórðarson, Kílhrauni, Skeiðahr.