Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 362
348
BÚNAÐARRIT
/. verðlaun B hlutu, óraðað:
Nafn og aldur Eigandi:
Bólstri*, 1 v............. Karl Sigurjónsson, Efstu Grund, V.-Eyjafjöllum
Snær, lv.................. Sami
Garpur, 3v................ Sami
Hvítur, 2v................ Jón Kerúlf, Holti, V.-Eyjafjöllum
Dropi, lv................. Jens Jóhannsson, Teigi, Fljótshlíð
Hvítur*, 4v .............. Markús Runólfsson, Langagerði, Hvolhreppi
Sprækur*, 3v ............. Sami
Mjalli, lv................ Óskar Ólafsson, Álftarhóli, A.-Landeyjum
Stubbur, 1 v.............. Jón Fórðarson, Eyvindarmúla, Fljótshlíð
lv.................. ólafur Gíslason, Hjarðarbrekku, Rangárvöllum
Efstur í röð heiðursverðlauna hrúta var Moli Ólafs Tóm-
assonar, Skarðshlíð, Austur-Eyjafjöllum. Moli er þar
heimaalinn, sonur Soldáns 71—870, sem verið hefur sæðis-
gjafi á öllum þremur sæðingarstöðvunum og er út af lands-
þekktum hrútum kominn, svo sem Anga á Hesti, Rosta frá
Baldursheimi, Þokka frá Holti og Spak á Grásíðu. Móðir
Mola er Stefna í Skarðshlíð og mf. Fengur. Moli er með
frábæra bringu og útlögur, sterkt, holdgróið bak, frábær
lærahold og góða fótstöðu. Hann vegur 111 kg, mælist 113
cm um brjóst, 25 cm á spjald og 120 mm á fótlegg. Flestir
heiðursverðlauna hrútar á héraðssýningunni í Eyjafirði og
Skagafirði 1978 voru Angasynir, föðurbræður Mola, og
Svipur, samfeðra Mola, stóð annar í röð heiðursverðlauna
hrúta í Dalasýslu 1976.
Annar í röð heiðursverðlauna hrúta var Vöggur í Gunnars-
holti, hálfbróðir Mola, f. Soldán 71—870, m. 636 í Gunn-
arsholti. Vöggur er hausfríður, með framúrskarandi bringu
og útlögur, sterkt bak, vel gerðar malir og ágæt lærahold.
Þriðji í röð var Hringur í Gunnarsholti, f. Hlutur 69—866,
m. Drottning á Skarði, mf. Freyr 90 í Skógum. Hringur er
með gríðar sterkt, holdgróið bak og ágæt mala- og lærahold.
Fjórði í röð var Njörður Félagsbúsins að Ytri-Skógum, f.
Gámur 74—891, m. Spes, mff. Veggur 64—848. Njörður er
með frábær hold á baki og mölum og góð lærahold. Barði