Búnaðarrit - 01.01.1980, Síða 369
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ 355
Dætur: 7 ær, 2—4v„ 6 tvíl 66,7 94,1 20,5 128
3 ær, lv„ 2 geldar 58,3 88,7 21,2 125
5gimbrarl„ 1 þríl.,2 tvíl.,1 tvíl./einl. 41,8 80,6 19,2 114
Holti 73-109 Ara Einarssonar, Hæli, er fæddur Sveini
Eiríkssyni, Steinsholti, f. Skúfur 70-066, m. 719. Holti er
hvítur, hyrndur, með sterka fætur og beina fótstöðu, svíra-
sver, með ágæta bringu, en ekki nógu fylltur aftan við bóga,
með ágæt bakhold, hlaut I. verðlaun B á héraðsSýningu í
Árnessýslu 1975. Afkvæmin eru hyrnd, 4 grá, 1 mórautt, hin
hvít. Synimir eru góðir I. verðlauna hrútar, með góð bak- og
malahold. Hnykill hlaut I. verðlaun A á héraðssýningu í
Ámessýslu á þessu hausti, þrjú hrútlömbin eru hrútsefni,
gimbrarnar góð ærefni, æmar sviplíkar, en nokkuð misjafnar
að vöðvagerð og holdafari. Holti hefur 102 í einkunn fyrir
195 lömb og 102 fyrir 8 dætur.
Holti 73-109 hlaut II. verðlaun fyrir afkvœmi.
Tafla 3. Afkvæmi Lúsar 71-135 Bjarna Einarssonar, Hæli
12 3 4
Móðir: Lús 71-135, 8v................. 70,0 95,0 20,0 125
Synir: Kambur, 2v., I. v.............. 89,0 104,0 25,0 128
Lúsífer, lv„ Iv............... 75,0 98,0 24,0 123
1 hrútl., einl................ 50,0 82,0 20,5 115
Dætur: 1 ær, 2v„ tvíl................. 59,0 94,0 18,5 122
1 ær, lv„ geld................ 66,0 92,0 22,0 120
Lús 71-135 Bjarna á Hæli er heimaalin, f. Þistill, m. Hetja
833, mf. Laxi í Kolsholti. Hún er hvít, hyrnd, jafnvaxin og
traustbyggð, með sterka fætur og trausta fótstöðu. Af-
kvæmin em hvít, hyrnd, fullorðnu synirnir eru allgóðar I.
verðlauna kindur og hrútlambið þokkalegt hrútsefni. Lús er
ágætlega frjósöm, hefur 4 sinnum verið tvílembd og 2 sinn-
um þrílembd, en einlembd í ár, og hefur 7,4 í afurðastig.
Lús 71-135 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.