Búnaðarrit - 01.01.1980, Síða 372
358
BÚN AÐARRIT
B. Pyngja 73-398 Guðmundar er heimaalin, f. Veggur 64-
848, m. Budda 69-220. Pyngja er hvít, hyrnd, gul á haus og
fótum og í hnakka, virkjamikil, jafnvaxin og sterkbyggð,
með ágæt bakhold, sterka fætur og góða fótstöðu, frjósöm og
afurðagóð. Afkvæmin eru hvít, hyrnd, jafnvaxin og vel gerð,
með ágæt bak- og malahold. Fursti hlaut I. heiðursverðlaun
á héraðssýningu í Árnessýslu 1979, hrútlambið er sæmilegt
hrútsefni.
Pyngja 73-398 hlaut I. verðlaun fyrir afkvcemi.
C. Spyrða 71-338 Ólafs Árnasonar, Oddgeirshólum, er
heimaalin, f. Jökull 122, m. Selja. Spyrða er hvít, hyrnd,
björt á haus og fótum, með hvíta og góða ull, sterka fætur og
góða fótstöðu, jafnvaxin, sterkbyggð og holdgóð. Afkvæmin
eru hvít, hymd, sterkleg og traustbyggð, Kútur er mjög
góður I. verðlauna hrútur, stóð efstur á sýningu af 1 vetra
hrútum í Stokkseyrarhreppi haustið 1979, systir hans er
ágætt ærefni sem og gimbrin, en hrútlambið er knappt hrúts-
efni. Spyrða er prýðilega frjósöm, hefur tvisvar verið
þrílembd, annars tvílembd og er mikil afurðaær.
Spyrða hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi.
D. Krít 70-316 Ólafs var sýnd með afkvæmum 1975 og 1977
sjá 91. árg., bls. 412. Hún heldur sér meðfádæmum velog er
enn sterk og sköruleg. Afkvæmin eru djásn að gerð. Báðir
synirnir hlutu I. heiðursverðlaun á héraðssýningu og var
Blær efstur allra hrúta með 87,0 stig.
Krít 70-316 hlaut þriðja sinni I. verðlaun fyrir afkvœmi.
E. Tign 71-345 Ólafs var sýnd með afkvæmum 1977, sjá 91.
árg., bls. 411. Tign heldur sér prýðisvel og afkvæmin em
samstæð og ræktarleg, Láki ágæt kind, dæturnar frjósamar
afurðaær og gimbrin snoturt ærefni.
Tign 71-345 hlaut öðru sinni I. verðlaun fyrir afkvæmi.