Búnaðarrit - 01.01.1980, Side 373
AFKVÆMASÝNINGAR A SAUÐFÉ
359
Gaulverjabæjarhreppur
Þar voru sýndar 2 ær með afkvæmum, sjá töflu 6.
Tafla 6. Afkvæmi áa í Gaulverjabæjarhreppi
1 2 3 4
A. Móðir: Fríð 73-143, 6v 73,0 104,0 22,0 130
Sonur: Tvistur, lv., I.v 85,0 104,0 24,0 127
Dætur: 2 ær, 2 — 3v., 1 tvíl., 1 tvíl./einl. . 65,5 100,0 23,0 124
1 ær, lv., geld 75,0 104,0 24,5 130
2 gimbrarl., tvíl 41,5 80,5 19,2 119
B. Móðir: Pykkhyrna, 1 lv 62,0 102,0 19,5 128
Synir: Óðinn, 2v., I.v 102,0 107,0 26,0 129
2 hrútl., tvíl 58,0 87,5 20,8 118
Dætur: 2 ær, 2 — 4v., 1 tvíl., 1 tvíl./einl. . 77,5 99,0 22,0 128
A. Fríð 73-143, eigandi Félagsbúið Efri-Gegnishólum, er
heimaalin, f. Dalur 68-834, m. Nös 67-065. Fríð er hvít,
hyrnd, sterkbyggð, útlögumikil og holdgóð, með sterka fæt-
ur og góða fótstöðu, alltaf tvílembd og afurðamikil, með 6,2 í
afurðastig. Afkvæmin eru hvít, hyrnd, þróttleg, útlögumikil
og bakstinn, en nokkuð breytileg á holdafar, önnur gimbrin
gott ærefni, hin síðri. Lítil reynsla er á dætrum, en þær eru
frjósamar. Tvistur er þroskamikil I. verðlauna kind.
Fríð 73-143 hlaut I. verðlaun fyrir afkvœmi.
B. Pykkhyrna Gunnars Þórðarsonar, Hólshúsum, er heima-
alin, f. Steinn 31, m. Magga. Þykkhyrna er hvít, hyrnd,
traustbyggð, útlögumikil og jafngerð, með sterka fætur,
beina fótstöðu og ber aldur vel, frjósöm og afurðagóð. Af-
kvæmin eru hvít, hymd, 2ja vetra systkin vel gerð, 4 vetra
ærin af annarri gerð, mun síðri, hrútlömbin þroskamikil,
annað líklegt hrútsefni, hitt hæpið.
Þykkhyrna hlaut II. verðlaun fyrir afkvœmi.