Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 377
AFKVÆMASÝNINGAR A SAUÐFÉ
363
skæklum, 2 vetra sonurinn góð I. verðlauna kind, hinn á
mörkum, ærnar vel gerðar og gimbrarnar góð ærefni. Gul-
kolla er með 8,7 í afurðastig.
Gulkolla 74-185 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
D. Slydda 68-024 er heimaalin, f. Spakur, m. 12. Slydda er
hvít, hyrnd, jafnvaxin og sterkbyggð, með góða ull. Af-
kvæmin eru hvít, hyrnd, jafnvaxin og sviplík. Hvítur er ágæt-
ur I. verðlauna hrútur, Mjalli hlaut I. verðlaun B á héraðs-
sýningu. Slydda hefur 7,0 í afurðastig.
Slydda 68-024 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
E. Bita 70-096 var sýnd með afkvæmum 1977, sjá 91. árg.,
bls. 394. Hún er mjög frjósöm, hefur 4 sinnum verið þrí-
lembd og er mikil afurðaær, er með 9,9 í afurðastig. Af-
kvæmin, sem fylgja nú, eru hvít, hyrnd, jafnvaxin og sviplík,
Hlussa ágætlega frjósöm, Reyr ágætur hrútur, Sómi góð I.
verðlauna kind, gimbrarnar efnileg ærefni.
Bita 70-096 hlaut nú I. verðlaun fyrir afkvæmi.
F. Siggakolla 72-209 var sýnd með afkvæmum 1977, sjá 91.
árg., bls. 394. Synirnir eru ágætir I. verðlauna hrútar, hlutu
báðir I. verðlaun A á héraðssýningu, 2 og 4 vetra ærnar vel
gerðar, gimbrin ágætt ærefni. Siggakolla hefur 9,3 í afurð-
astig.
Siggakolla 72-209 hlaut öðru sinni I. verðlaun fyrir af-
kvœmi.
Austur-Eyjafjallahreppur
Þar var sýndur einn hrútur og 6 ær með afkvæmum, sjá
töflu 9 og 10.