Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 381
AFKVÆMASÝNINGAR A SAUÐFÉ
367
Kópur 2. beztur af 3 vetra og eldri hrútum á hrútasýningu í
Vestur-Eyjafjallahreppi. Nasi á Efstu-Grund, sonur Snótar,
hlaut I. heiðursverðlaun á héraðssýningu í Rangárvallasýslu
1975, var þar 4. í röð. Snót er ágætlega frjósöm, hefur tvisvar
verið þrílembd, annars tvílembd og er með 6,8 í afurðastig.
Snót 71-824 hlaut I. verðlaun fyrir afkvœmi.
F. Blettudóttir Sigurjóns Sigurgeirssonar í Hlíð er heimaalin,
f. Dreki frá Þorvaldseyri, m. Bletta. Ærin er hvít, hyrnd, gul í
hnakka og skæklum, en með góða gerð af ull, traustbyggð,
með sterka fætur og beina fótstöðu. Afkvæmin eru hvít,
hyrnd, sum gul í skæklum, synirnir ágætir I. verðlauna
hrútar, en dætur breytilegar að gerð. Blettudóttir er með 8,4
í afurðastig.
Blettudóttir hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
V estur- Skaftaf ellssýsla
Þar voru sýndir 3 afkvæmahópar með ám, allir í Skaftár-
tunguhreppi, sjá töflu 11.
Tafla 11. Afkvæmi áa ■ Austurhlíð
12 3 4
A. Móðir: Rák 73-621 ................... 56,0 93,0 18,0 128
Synir: Kóngur, 4v., I. v............... 97,0 108,0 24,0 129
1 hrútlamb, tvíl............... 36,0 78,0 18,0 112
Dætur: 2 ær, 2 og 3v., einl. og tvíl... 66,0 93,0 20,3 122
1 ær, lv., mylk ............... 46,0 85,0 19,0 122
1 gimbrarlamb ................ 33,0 80,0 18,0 113
B. Móðir: Kirna 73-655 ................. 73,0 97,0 21,0 130
Synir: 2 hrútar, 2 og 4v., I.v......... 91,0 108,5 25,0 133
Dætur: ær nr. 854, 2 v., tvíl.......... 62,0 94,0 20,5 128
2 gimbrarl, tvíl.............. 38,0 79,0 18,3 115