Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 382
368 BÚNAÐARRIT
C. Móðir: Sokka 71-549 62,0 100,0 19,0 125
Sonur: Fengur, 2v., I. v. A 90,0 111,0 26,0 133
Dætur: 2 ær, 2 og 5v., tvíl 63,0 98,7 20,2 126
2 gimbrarl., tvíl 40,5 84,0 19,3 116
A. Rák 73-621 Guðgeirs Sumarliðasonar í Austurhlíð er
heimaalin, f. Dalmann 65, m. Reim 409. Hún er hvít, hyrnd.
Afkvæmi eru hvít, hyrnd, ljósgul á haus og fótum, með hvíta
ull, sterka fætur og góða fótstöðu. Bringa er breið, framstæð
og útlögur góðar. Kóngur er góð I. v. kind og gimbrarlambið
gott ærefni. Rák hefur frjósemina 5—4 og 8,6 í afurðastig.
Rák 73-621 hlaut 11. verðlaun fyrir afkvœmi.
B. Kirna 655 Guðgeirs í Austurhlíð er heimaalin, f. Ófeigur
71-855, m. Lind 226. Hún er hvít, kollótt, bollöng og síval-
byggð. Afkvæmi eru öll hvít, kollótt og hafa góða ull, ágæta
fótstöðu og ágæt bakhold. Þau eru bollöng. Tvævetri hrút-
urinn, Kollur, fór á héraðssýningu og hlaut þar I. verðlaun
A. Gimbrarnar eru góð ærefni. Kirna hefur frjósemistöluna
5—5 og 7,8 í afurðastig.
Kirna 73-655 hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi.
C. Sokka 71-549 Guðgeirs í Austurhlíð er heimaalin, f.
Ljómi 65-826, m. Heiða 268. Hún er móleistukrúnótt,
hyrnd. Afkvæmi eru öll hvít, hyrnd, með góð bak-, mala- og
lærahold, djúpa, breiða og framstæða bringu og rýmismikil.
Fengur er afbragðs einstaklingur, hlaut I.A verðlaun á
héraðssýningu í V-Skaft. 1979. Ærnar, dætur hennar, eru
bollangar og myndarlegar. Gimbrarnar eru báðar fögur ær-
efni. Sokka hefur frjósemina 7—6 og 8,4 í afurðastig.
Sokka 71-549 hlaut 1. verðlaun fyrir afkvœmi.