Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 386
372
BÚNAÐARRIT
A. Blesa 73-110 Kristins Fjölnissonar, Hala, Suðursveit, er
svartblesótt, hyrnd. Hún er rýmismikil. Afkvæmin eru hvít
og flekkótt. Þau eru öll fremur fríð. Hrútarnir, Blesi og
Lokkur, eru góðar I. og II. verðlauna kindur. Hrútlambið er
nothæft hrútsefni og gimbrin fallegt ærefni. Blesa hefur
frjósemistöluna 5 — 4 og afurðaeinkunnina 8,7.
Blesa 73-110 hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi.
B. Háleit 74-174 Ólafar Guðmundsdóttur, Hala, Suður-
sveit, var keypt frá Guðm. Bjarnasyni, Holtahólum, Mýra-
hreppi, f. Lappi 74-888, m. Háleit. Afkvæmin eru öll hvít,
hyrnd, ljós og ljósgul á haus og fótum, ullarsæmileg, með
góða fótstöðu. Tvævetri hrúturinn er ágæt I. verðl. kind,
hinn góður í I. verðlaun. Lambhrútarnir eru varla nógu góð
hrútsefni. Háleit hefur frjósemistöluna 4 — 3 og afurða-
einkunnina 9,2.
Háleit 74-174 hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.
C. Rós 70-362 eign Halabúsins, er heimaalin, f. Gulli 65-
253, m. 63-548. Hún er hvít, gul á haus og fótum. Afkvæmin
eru öll hvít, kolótt, fremur ullarlítil og holdlítil. Veturgamli
hrúturinn er góð I. verðlauna kind. Dröfn er létt, en bygg-
ingarlag sæmilegt. Ullin illhæruskotin. Rós hefur frjó-
semistöluna 8 — 7 og afurðaeinkunnina 6,2.
Rós 70-362 hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi.
D. Eva 71-432 Ingu Lúsíu Þorsteinsdóttur, Borgarhöfn, er
heimaalin, f. Fylkir 67-279, m. Dúkka. Hún er hvít, hyrnd,
ljósgul á haus og fótum. Afkvæmin eru hvít, hyrnd, smávax-
in, holdþétt og hafa ágæt bak- og lærahold. Veturgamli
hrúturinn Adam er gallaður á fótum, en er annars I. verð-
launa kind. Ærnar, dætur hennar, eru jafnvaxnar og önnur
gimbrin er metfé. Eva hefur átt 16 lömb og hefur afurða-
einkunn 9,9.
Eva 71-432 hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.